Samvinnan - 01.04.1972, Side 23

Samvinnan - 01.04.1972, Side 23
nærri, að aðeins þriðjungur sé fenginn af útjörð. Allt annað er af ræktuðu landi. Hlutfalls- lega fara því afnot af gróðri útjarðar ört minnkandi. En er þá þessi ofbeitta útjörð okkar ónauðsynleg og einskis virði? Má það vera, að verðmæti þessa lands séu fremur fólgin í öðru en afnotum fyrir sauð- kind? Fólksfjölgun er ör i heimin- um, og æ fleiri fýsir að njóta útivistar í víðáttumiklum ó- byggðum. Ef til vill er vænlegra að beita veiðidýrum heldur en sauðfé á úthagann, hérum, hreindýrum og gæsum, og fá þannig veiðileigu fyrir hvern hektara lands í stað sauðfjár- afurða. Ef til vill fæst meiri afrakst- ur af flatareiningu með því að breyta núverandi gróðurfari og rækta þar skóg. Þetta eru hugsanlegar leiðir, en á meðan menn velta þeim fyrir sér, ber hins að gæta að óræktuð útjörð gefur árlega af sér nýtanlegt fóður, sem nem- ur tveimur og hálfri milljón heyhesta. Fóður, sem meta má á einn milljarð króna, sé heyhesturinn í dag virtur á 400 krónur. Þetta eru verðmæti, sem óræktað gróðurlendi veitir þjóðinni árlega og myndi tap- ast, ef búsmali breytti því ekki í aðrar afurðir. Þetta búsílag kemur raunverulega hvergi fram í reikningum á afurða- verði, en bændur sjá um að nýta það og færa neytendum afrakstur alls þessa lands. En hvað um fyrirhöfn og kostnað af þessum afnotum? Það kann að vera fjárhagslega réttlætan- legt að auka svo ræktun gras- lendis, að litið sem ekkert þurfi að nýta óræktaða útjörð. Enn hefur ekki verið sýnt fram á, að hagkvæmt sé að hafa allan búsmala á ræktuðu landi. Hins vegar er nautgripum nú að mestu beitt á ræktað land og sauðfé gengur bæði vor og haust á hálfræktuðu og full- ræktuðu landi. Fjölgun bústofns og aukin ræktun Það er því ástæðulaust að örvænta þótt bústofni fjölgi í landinu. Bústofni þarf að fjölga í ákveðnu hlutfalli við fjölgun þjóðarinnar og eftirspurn eftir landbúnaðarvöru. Þessari fjölgun mætum við einfaldlega með aukinni rækt- un, og þáttur hins ógróna lands verður æ minni. Að vísu hefur ræktunin auk- inn tilkostnað í för með sér, en í þeim efnum stöndum við í svipaðri aðstöðu og aðrar þjóðir, sem nú þegar hafa all- an sinn búsmala á ræktuðu landi. Það er nauðsynlegt fyrir hverja kynslóð, sem í landinu lifir, að ganga ekki á gróður þess, en skila heldur betra landi öðrum kynslóðum til handa. Landgræðsla og skógrækt starfa að friðun og betrun lands. Á vegum Rannsóknar- stof nunar landbúnaðarins vinna sérfræðingar einnig beint og óbeint við að finna leiðir til að vernda gróður landsins með því að leita að hentugum upp- græðslu- og ræktunaraðferð- um. Leiðum til þess að bæta og auka uppskeru hverrar flat- areiningar ræktaðs lands og fullkomna nýtingu uppsker- unnar. Öll sú viðleitni gerir kleift að draga úr ofnotkun hins órækt- aða umhverfis og opnar nýjar leiðir til farsælla nytja þess lands, sem nú er ógróið. Við íslendingar eigum því láni að fagna að búa í víðáttumiklu landi. Rannsóknir hafa sýnt, að mikinn hluta af auðnum lands- ins má rækta til góðra nytja. Þetta land getum við smám saman numið og tekið til rækt- unar. Fram eftir öldum var afkoma okkar háð afrakstri óræktaðs úthaga, og ofbeit var vafalaust ógnvekjandi orð fyrir mann miðaldanna, en með nútíma búskapartækni og með því að hafa tileinkað sér framfarir á ýmsum sviðum ræktunar geta bændur séð framundan sí- aukna möguleika í fóðurfram- leiðslu og þjóðin öll litið björt- um augum á aukna afkomu- getu íslenzks landbúnaðar, þess atvinnuvegar sem þarf á ýms- an hátt að hafa afnot af gróðri landsins. Til þess að tryggja farsæla búsetu í framtíðinni ber okkur því nauðsyn til að varðveita og bæta þessa eign landsmanna. Sturla Friðriksson. Uppblásturssvœði norðan Haukadalsheiðar. Landgrœðslustjóri og bœndur kanna svœðið, sem nú hefur verið afgirt og friðað. Ljósm.: Sturla Friðriksson. Uppgrœðslureitur á Hveravöllum í 650 m. hœð, gróinn vallarfoxgrasi. Ljósm.: Sturla Friðriksson. 23

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.