Samvinnan - 01.04.1972, Side 27

Samvinnan - 01.04.1972, Side 27
Skólafólk við gróðursetningu. ið stofnuð 30 skógræktarfélög í nær öllum sýslum og kaup- stöðum. Fyrstu árin var megin- áherzlan lögð á það að glæða áhuga einstaklinga, með þvi að styrkja þá til uppgræðslu smá- reita við heimahús. Nú var tek- ið til við að friða skóglendi. Hlutur skógræktarfélaganna var þó miklu minni en Skóg- ræktar ríkisins, vegna fjár- skorts. Eftir 1950 skapaðist betri aðstaða til plöntuuppeldis, og fóru félögin þá að afla sér stærri svæða til skóggræðslu, einkum þar sem fyrir voru gamlar, slitróttar skógarleifar. í kjölfar bættrar aðstöðu fylgdi stóraukin gróðursetning, og hafa grædd svæði fjórfaldazt á síðustu fimmtán árum. í upphafi treystu skógrækt- arfélögin fyrst og fremst á sjálfboðavinnu. Vegna sumar- anna í sveitum hafa þau þó orðið að kaupa sér starfskraft í vaxandi mæli, og er nú aðeins sjöunda hvert dagsverk unnið kauplaust. Hinn aðkeypti starfskraftur er þó í rnjög mörgum tilvikum skólafólk á vegum sveitarfélaganna, og hefur þetta fyrirkomulag sitt uppeldisgildi hvað sem kaup- greiðslum líður. Rannsóknir á beitarþoli Verkleg sjálfboðastörf og upp- eldisgildi þeirra eru ekki einu áhrif skógræktarfélaganna. Fyrir stofnun Skógræktarfélags íslands voru þegar hafnar um- ræður um rétta og hóflega nýt- ingu lands, og skiptust menn í andstæða hópa eftir skoðun- um á því máli, þá sem nú. Flestum er ljós sú staðreynd, að með eyðingu gróðurs voru að tapast verðmæti, sem seint yrðu fullbætt. Færri voru þeir, sem sáu samhengi birkiskóg- anna og annarrar gróður- og jarðvegseyðingar. Skógræktar- hreyfingin varð þá einnig sam- tök áhugafólks um gróður- vernd; og eftir að Skógræktar- félag íslands varð sambands- félag hennar árið 1946, fór stefnumarkandi áhrifa mjög að gæta. Eitt fyrsta málið var að hvetja til rannsókna á beitar- þoli landsins. Á aðalfundi 1947 voru samþykktar áskoranir til hins opinbera um að fram- kvæma slíkar rannsóknir. Einnig var ályktað á þessum fundi að framfylgja þyrfti gild- andi lögum um verndun gróð- urs og að gróðurvernd þyrfti að auka með nýrri löggjöf. Mönn- um var þá ljóst, að lagafyrir- mæli væru gagnslítil, nema til væri stofnun, sem fylgdist með ástandi gróðurs og gerði ráð- stafanir til úrbóta þar sem þess þyrfti. Var þetta mál beinn undanfari og aðdragandi nú- verandi landgræðslulaga, ekki sízt gróðurverndarkafla þeirra. Fleiri mál hafa skógræktar- menn látið til sín taka, sem hafa haft áhrif á löggjöf og framtak sveitarstjórna. Undanfarin ár hefur skóg- ræktin sætt nokkru aðkasti, sem jafnvel hefur latt áhuga- fólk til stuðnings við hana. Ein- dregin afstaða til landnýting- ar fyrr á árum er vafalaust ein ástæðan fyrir þessu. Sú andúð var á margan hátt eðlileg, þó að beitarþolsrannsóknir hafi nú staðfest að víðtæk ofnýting á sér stað. Hríslur, fölnaðar vegna óheppilegs tegundavals eða ónógrar umhirðu eða enn annars kunnáttu- og æfinga- leysis, hafa komið mörgum til að fordæma allan skóginn. Sést þá gagnrýnendum gjarnan yfir það, að vanhöld eru jafnan eðlileg, og þá ekki sízt í til- rauna- og frumherjastarfi. Þá hafa skógræktarmenn ver- ið víttir fyrir að raðsetja barr- plöntur í villt birkikjarr og annað sérkennilegt landslag. Sú gagnrýni er á margan hátt eðlileg, en bent skal á að eng- inn óbætanlegur skaði hefur verið unninn með þeim klaufa- skap. Áhugaalda um landgræðslu Á meðan Skógrækt rikisins hefur þannig haft við hlið sér í 40 ár sterk og fjölmenn sam- tök áhugamanna, hefur Land- græðsla rikisins ekki notið samskonar stuðnings lengi vel frá öðrum en bændurn á þeim svæðum, sem hún hefur unnið á. Síðan 1955 hefur aukin fé- lagsræktun og stuðningur við landgræðslu einstakra bænda þó farið vaxandi. Skipulegt sjálfboðastarf, óviðkomandi persónulegum hagsmunum, var hinsvegar sjaldgæft, þar til fyr- ir fimm árum. Árið 1966 fóru félagar úr Lionsklúbbnum Baldri og græddu upp væna spildu ör- foka lands í Hvítárnesi með grasfræi og áburðargjöf. Frarn- tak þetta spurðist fljótt og varð vinsælt. Næsta ár hóf Ungmennasambandið Skarp- héðinn samskonar landgræðslu, en árið 1968 var unnið á 9 stöð- um á vegum ungmennafélaga. Nú, þremur árum síðar, er svo komið, að unnið er á nálega 100 stöðum víðsvegar um land- ið. Baldursmenn öfluðu sjálfir fjár til kaupa á sáðvöru, en með tilkomu starfs ungmenna- félaganna hóf Landgræðsla ríkisins að leggja til fræ og áburð. Alþingi veitti Land- græðslunni sérstaka hækkun vegna þessa starfs árið 1968, að upphæð kr. 800.000. Hefur sú veiting haldið áfram og hækkað upp í þrjár milljónir síðan. Þessi myndarlegu fram- lög hafa þó aldrei nægt til að anna eftirspurn, og ber þá að geta sérstaks skilnings sveitar- félaga og annarra aðila, sem hafa styrkt starfið með fjár- framlögum, sem árið 1970 námu 1.100.000 krónum. Eftir gróðurverndarráðstefnu þá, sem Hákon Guðmundsson lýsti í upphafi þessa greina- flokks og haldin var síðvetrar 1969, voru stofnuð landssamtök þau um gróðurvernd og land- græðslu, sem hlutu nafnið Landvernd. Hugmyndin var að efla sjálfboðastörf að allri landgræðslu með því lagi sem Lionsmenn höfðu gefið tóninn að: það er að segja að hafa samtökin opin öllum félögum og einstaklingum, sem á hverj - um tíma vilja leggja málinu nokkurt lið, í stað þess að stofna nýtt kerfi félaga. Víðtæk samtök Á stofnfundi var ákveðið að hafa þessa opnu stefnu enn víðtækari. Samtökin skyldu vera opin starfi að öllum þátt- um umhverfismála og hvort sem unnið væri á fræðilegum, félagslegum eða verklegum grundvelli. Þá skyldi vinna að fræðslu, ekki síður en sjálf- boðastörfum. Ennfremur styðja samtökin þær opinberu stofn- anir, sem að umhverfismálum vinna, á hvern þann hátt, sem þau mega. í samtökin hafa gengið félög, sem á margan hátt eru andstæð, og má þannig segja að ljón og lömb gangi þar hlið við hlið. Enn er ekki ann- að að sjá en að svo opin og víðtæk samtök hafi meiri möguleika til að móta öfga- lausar skoðanir og stefnu en meira og minna einangruð fé- lög. Reynslan mun skera úr um þetta. Það er hinsvegar full- reynt, að því eru lítil takmörk sett, hvers konar hópar vilja og geta tekið sig saman um að leggja landgræðslu lið með dagsverkum. Þó að áhugi þeirra sé stundum tímabundinn, þarf nú hvorki að stofna félög til að hefja verkið né leggja niður félag til að hætta því. Þar sem félögin ná festu í starfinu, geta þau síðar tekið að sér verkefni, sem krefjast meiri þolinmæði en fræ- og áburðardreifing ger- ir, og má telja öflun melfræs og skjólbeltagræðslu til slíkra starfa, sem meira þarf að vinna að. Þátttaka almennings í land- græðslu hefur reynzt til heilla á margan hátt, þrátt fyrir minniháttar mistök, sem ávallt geta fylgt byrjendastarfi. Slík vinna vekur umhugsun og um- hyggju fyrir umhverfinu, bæði fyrir þá sem þátt taka og þá sem verða vitni að árangrinum. Þótt mistök eigi sér stað, má læra af þeim, smátt og smátt, og vex þannig þekking, sem síðar getur reynzt hagnýt á margan hátt, ekki sízt sjálf- um landgræðslustofnununum. Stuðningur sveitarfélaganna við áhugastarfið, sem þegar er mikill, gefur vonir um aukna þátttöku þeirra í landgræðslu í framtíðinni, og getur það reynzt mikilvægara en margan grunar. Páll Sveinsson gat þess hér á undan, að enginn áróður væri áhrifameiri en þegar verkin tala. Ég lýk máli mínu með því að taka undir þessi orð og lýsi um leið þeirri skoðun minni, að þátttaka þeirra þúsunda lands- manna, sem hafa unnið að landgræðslu á undanförnum árum, hafi lýst vilja þjóðarinn- ar betur og verið meiri hvatn- ing en flest annað alþingi og stjórn landsins til þess að á- kveða nú að hefja nýja sókn í landgræðslu og gróðurvernd á næstu árum. Árni Reynisson. 27

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.