Samvinnan - 01.04.1972, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.04.1972, Qupperneq 31
inn. Ekki þarf að taka það fram, að bók þessi er nú með öllu ófáanleg eða var það a. m. k. fyrir nokkru, þegar starfsmenn Sambandsins gerðu sérstaka athugun á flutningsgjöldunum. Þegar ástæða þykir til, gefur „Ríkisskip" út fjölritaða flutn- ingsgjaldataxta. Þar getur að líta hvert flutningsgjaldið er í hverjum hinna 8 flokka, sem bókin tekur til, en að sjálf- sögðu ekki hvaða vörur teljast til hvers flokks — það sést í bókinni góðu, sem gef- in var út fyrir 16 árum. í þessum fjölrituðu listum er og fjallað um þá vöruflokka, sem bætzt hafa við síðan 1956, og þá jafnframt tekið fram, hvaða vörur eru í hinum nýju vöruflokkum. Yfirgengur mannlegan skilning í grófum dráttum greinast flutnings- gjöldin þannig, að aðalflokkarnir eru 9, en þar við bætist mikill fjöldi af einstök- um vörutegundum, einkum íslenzkum af- urðum. Skilji ég flokkunina rétt (sem mér er mjög til efs), þá eru sykur og hafragrjón í 1. flokki með snöggtum hærra flutnings- gjald heldur en rúgmjöl og hveiti, sem falla undir 8. flokk. Þannig mætti lengi upp telja mismun milli vörutegunda, sem yfirgengur í rauninni allan mannlegan skilning. Engum getur dulizt, að útreikningur flutningsgjaldsins hlýtur að vera mikl- um mun tímafrekari en vera þyrfti, ef taxtarnir væru einfaldaðir. Þá er alveg eftir að líta á hina hliðina, sem snýr að eiganda vörunnar. Hann þarf ekki aðeins að yfirfara reikningana, heldur einnig að sundurliða flutningsgjöldin með tilliti til verðlagningar án þess að hafa aðgang að þeim upplýsingum, er geri þessa sundur- liðun mögulega. Ég hygg að margir les- enda muni vita af eigin reynd, að sérhver heiðarleg tilraun til að vinna þetta verk getur ært óstöðugan. Oft er talað um nauðsyn þess, að vöru- flutningar með ströndum fram verði hafnir til fyrri vegs og virðingar. Menn verða að átta sig á því, að algjör forsenda þess, að þetta megi takast, er gagnger endurbót á því fáránlega kerfi, sem hér hefur að nokkru verið lýst. Fjarri sé það mér að gefa í skyn, að hér sé um að ræða létt verk, er hrista mætti fram úr erminnj á skömmum tíma. En því fyrr sem hafizt er handa, þeim mun betra. Ég hefi tekið þann kostinn að takmarka mál mitt við eitt dæmi og reyna að gera því nokkur skil. En vitleysan ríður ekki við einteyming, og það er svo víða pottur brotinn í okkar litla þjóðfélagi. Það hefði allt eins vel mátt skrifa um ýmis atriði í skattakerfinu eða um álögur á laun í iðnaði; um útreikning iðgjalda til nýju lífeyrissjóðanna eða innheimtu félags- gjalda; um útreikning á launum far- manna eða framkvæmd orlofslaganna. Um söluskattinn mætti skrifa heila bók, og það hefur raunar þegar verið gert. Hún heitir „Handbók um söluskatt", útgefin af Skattstofunni í Reykjavík 1971. Þegar menn hafa meðtekið efni þeirra 128 bls., sem þar eru á milli spjalda, þá vita þeir allt um söluskattinn; þá, en heldur ekki fyrr. 4 eftir Robert Guillemette 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.