Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 49
Lars Lönnroth: Innræti islendingasagna Til að gera sér rétta grein fyrir íslend- ingasögum verða menn fyrst og fremst að vísa frá sér rómantísku mati fyrri kynslóðar. Ekki er nóg að hafna þjóð- rembingslegum hugmyndum um hetju- hátt fornmanna, hugsjón hins heilbrigða bændasamfélags og annað í þeim dúr. Einnig verður að varast að mikla fyrir sér alþýðlega frásagnarlist, afdráttar- laust raunsæi eða óbrigðula hlutlægni ís- lendingasagna. í verunni eru sögurnar fjarskalega aft- urhaldssamar bókmenntir og brýna fyrir mönnum siðamat fámennrar íslenzkrar höfðingjastéttar á 13du öld. Þær vegsama þjóðfélag sem virðir líf þrælsins til hé- góma á við líf höfðingja og sjaldan eða aldrei vefengir rétt höfðingjans til að taka lögin í sínar hendur. Sögufólki er skipað í hlutverk samkvæmt fyrirfram ráðnu félagslegu mynztri, hetjulegri sið- fræði sem ræðst af hugmyndunum sæmd og gifta. Þau verða að sínu leyti jafnan samfara þjóðfélagslegum metorðum, ein- att virt til reiðufjár á þingi. Það er alls ólíklegt að þetta mynztur taki neinum breytingum í heimi sem örlög ráða eða þá kristileg forsjón í þeirra stað. Engu að síður eru íslendingasögur lif- andi bókmenntir. Það stafar hreint ekki af siðaboðskap þeirra, sem er ógnvekj- andi, né af raunsæi frásagnarinnar, sem vægast sagt orkar tvímælis. En sögunum er sú list lagin að dramatísera og gera ljóslifandi dæmi félagslegra átaka. í meðförunum verður auðvitað að einfalda og stílfæra efnivið veruleikans, og sú ein- földun er í sögunum ævinlega samkvæm hagsmunum íslenzkrar höfðingjastéttar. En sjálf átökin sem sögurnar lýsa geta orðið lesandanum lærdómsrík, ekki bara um þjóðfélag 13du aldar á íslandi heldur einnig um okkar eigið samfélag. Viðskipti Hallgerðar og Bergþóru Tökum til dæmis frásögn Njálu af við- skiptum Hallgerðar og Bergþóru. í veizlu á Bergþórshvoli er Hallgerði skipaður óæðri sess en henni þykir sér sæma. Af þessu leiðir sennu milli þeirra Bergþóru, og Gunnar og Hallgerður hverfa heim úr boðinu. Hallgerður krefst hefnda, en Gunnar er ráðinn í að láta hana ekki spilla vinfengi þeirra Njáls: „Á ég Njáli marga sæmd að launa, og mun ég ekki vera eggjunarfífl þitt.“ Mörgum mánuðum síðar sendir Hall- gerður þræl sinn til að drepa þræl fyrir Bergþóru. Gunnar bætir Njáli þegar vígið. En árið eftir lætur Bergþóra húskarl sinn drepa þrælinn fyrir Hallgerði. Njáll greið- ir þá Gunnari sömu bætur sem honum voru áður goldnar, og var jafnvel með þeim síðan sem áður, segir sagan. Þessu næst sendir Hallgerður verkstjór- ann á bænum, frænda sinn, til að vega húskarl Bergþóru. Bergþóra svarar með því að láta fóstra þeirra sona sinna vega verkstjórann. Nú hljóta bætur að hækka á báða bóga, þegar frjálsir menn eiga í hlut. En Gunnar og Njáll reyna sem fyrr eftir mætti að halda í hemilinn á hús- freyjum sínum. Enn magnar Hallgerður ófrið þeirra Bergþóru. Sigmundur frændi Gunnars er í heimsókn á Hlíðarenda — hetja og skáld, jafn Gunnari sjálfum að metorðum. Hall- gerður fær hann til að vega Þórð leys- ingjason, fóstra Njálssona. Nú á Njáll fullt í fangi að hindra að synir hans leiti hefnda, þótt sættir náist að lokum gegn mjög verulegum bótum. Heimkominn af þinginu brýnir Gunnar fyrir frænda sín- um að hafa ekki frekari áreitni í frammi við Njál og syni hans. Þess er þó skammt að bíða, að Hallgerður komi Sigmundi til að kveða níð um þá feðga — taðskeggl- inga og karl hinn skegglausa. Farand- konur nokkrar bera Bergþóru vísurnar, og verður hefndum nú ekki lengur afstýrt. Njálssynir búast sjálfir til ferðar — með samþykki föður síns — og vega nú Sig- mund með mikilli karlmennsku ásamt förunaut hans, sænskum manni sem flækzt hefur til íslands. Smalamaður hennar er sendur til Hallgerðar með af- höggvið höfuð Sigmundar svo sem til að fullkomna auðmýkingu hennar. í þetta sinn lætur Gunnar hjá líða að taka málið upp þar til Njáll færir það sjálfur í tal að þremur árum liðnum. Þá segir Gunnar að réttu lagi engar bætur eiga að koma fyrir Sigmund — „en þó vil ég eigi drepa hendi við sóma mínum,“ segir hann. Hann gerir því sömu upp- hæð, tvö hundruð silfurs, sér til handa fyrir víg Sigmundar sem goldin var fyrir víg Þórðar leysingjasonar, en Skjöldur sænski er látinn liggja ógildur. Eru nú sættir komnar á í málum þessum, og er allt um kyrrt í bili. Stigmögnun ófriðarins á milli bæjanna verður mæld á félagslegan metorðastiga sem sagan leiðir einkar skilmerkilega í ljós. Ætla mætti af endursögn að sagan samsinnti ekki þessu manngildismati heldur lýsti því til viðvörunar. En því er hreint ekki að heilsa. Við eigum vissulega að fá óbeit á Hallgerði og ef til vill lítils- háttar andúð á háttalagi Bergþóru. En til þess er ætlazt að okkur þyki Gunnar og Njáll, og einnig Njálssynir, menn göfugir og samsinnum siðamati þeirra í hví- vetna. Engri samúð er sóað á þrælana sem drepnir eru. Á hinn bóginn áréttir sagan með ýmsu móti göfuglyndi Þórðar leysingjasonar, og dauði hans, eins í þessum hóp, verður harmsefni í sögunni. Þeir menn sem Hallgerður sendir til víga eru allir ótíndir þrjótar, en mismikils um þá vert eftir stöðu þeirra í hinum sam- félagslega metorðastiga: vegna þess hve hátt hann er settur þykir auðvitað mest til Sigmundar koma. Frásagnarháttum þeim sem sagan not- færir til að innræta lesandanum þetta mat fólks og atburða má líkja við frá- sagnarhætti fjölmiðla nú á dögum þegar fjallað er um pólitísk átök. Að forminu til er frásögnin „hlutlæg". Þar sem þau eru kynnt til sögunnar segir að vísu ber- um orðum um Hallgerði að hún sé örlynd og skaphörð, Njáll vitur og góðgjarn, en Sigmundur Lambason hávaðasamur og ódæll, farandkonurnar málgar og heldur orðillar o. s. frv. En slíkir dómar eru jafnan mjög hófsamlega orðaðir og einatt hafðir eftir almannarómi. Um Gunnar á Hlíðarenda „hefur svo verið sagt að engi væri hans jafningi," segir sagan. Almenn- ingsálitið er sá hæstiréttur sem jafnan staðfestir mat höfundarins. En það eru ekki beinar mannlýsingar né kynning sögufólksins heldur lýsing atburðarásar sem i sögunum innrætir lesandanum rétta skoðun þeirra. Er frásagnarhátturinn raunsær? Það er eftirtektarvert hvernig frásögn- in af viðskiptum þeirra Hallgerðar og Bergþóru færist í aukana og verður æ dramatískari þvi ofar sem vígin færast í 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.