Samvinnan - 01.04.1972, Síða 51

Samvinnan - 01.04.1972, Síða 51
græta hann. Frá sjónarmiði lesandans er dráp Kols Þorsteinssonar samt engu betra verk en víg Höskulds: báðum sinnum um að ræða fyrirvaralausa árás á mann sem á þess engan kost að verja hendur sínar. En frá sjónarmiði sögunnar er munur þeirra mikill. Höskuldur er af hærri stig- um en Kolur, bæði félagslega og siðferðis- lega, og sá skilningur litar öll atvik við dauða þeirra. Lýsingin á vígi Höskulds er hægfara og hátíðleg, en Kolur er höggv- inn í snatri eins og það gerðist í farsa. Andlátsorð Höskulds minna á Krist. En síðustu orð Kols, silfrið sem hann telur, sýna að hann býr í heimi hversdagslegri, efnislegra verðmæta. Dauði Höskulds á akrinum lyftir lýsing hans í goðsögulega tign. En hinzti kaupskapur Kols Þor- steinssonar gerir dauða hans bara afkára- legan. Innræting af þessu tagi höfðar til und- irvitundar lesandans fremur en vísvitaðra skoðana, og vafalaust er hún áhrifameiri að því skapi. Okkur mundi blöskra ef sagan segði berum orðum að Gunnar, Höskuldur og Njáll væru höfðingjastéttar og því margfalt meira verðir en fólk eins og t. a. m. Kolur Þorsteinsson eða þrælar Hallgerðar. Hlutlægnisyfirskin frásögunn- ar forðar okkur frá að þurfa að taka af- stöðu í slíku máli. Alveg eins og við vær- um að horfa á fréttir í sjónvarpinu getum við ímyndað okkur að sagan greini frá eintómum „staðreyndum", það sé allt „veruleiki" sem fyrir augu ber á sjón- varpsskerminum. Samtímis gefum við okkur á vald þeim fordómum, játumst undir það verðmætamat sem höfundar ís- lendingasagna kunnu svo vel að dulbúa sem veruleika. Sannleikurinn er sá, að enn í dag get- um við að verulegu leyti samsinnt verð- mætamati norrænnar höfðingjastéttar fyrir nærfellt þúsund árum. Innst inni höfum við skömm á þrælum en aðdáun á höfðingjum. Sæmdin og giftan sem sög- urnar greina frá eru okkar veruleiki enn í dag — þótt við tölum frekar um að kom- ast áfram og hafa það gott. Hvernig gæt- um við annars samsamað sjálf okkur ver- öld þeirra Njáls og Gunnars á Hlíðar- enda? Hvers vegna skyldum við hafa svona gaman af t. a. m. kvikmyndum úr villta vestrinu — sem aðhyllast hetjulega siðfræði sem að mörgu leyti minnir á ís- lendingasögur? Raunverulegt jafnræði manna á enn langt í land, að minnsta kosti í þeim bókum sem við lesum. Auður og bókmenntir íslendingasögur eru skáldskapur í þágu yfirstéttarinnar, skemmtun handa höfð- ingjum. Þetta er ekki einasta ljóst af sög- unum sjálfum, það sést einnig glöggt af samfélagslegum kringumstæðum þeirra á 13du öld. Áður fyrr töldu menn sér trú um að ís- lendingasögur væru „alþýðlegar" bók- menntir — bændur og vinnumenn hefðu stytt sér hin löngu vetrarkvöld með því að segja og færa í letur sögur úr sveitinni sinni. Nú vitum við að þetta fær ekki staðizt. Við vitum að fámenn höfðingja- stétt hefur haft einkarétt að minnsta kosti á bóksögum. Bókfell var dýrt og bókagerð seinlegt og vandasamt verk, en höfðingjar höfðu ráð á hvorutveggj a, kálfskinni og bóklærðum klerkum til rit- starfa. Alþýða manna erfiðaði í þjónustu höfðingjanna fyrir sínu daglega brauði. Áreiðanlega áttu alþýðumenn þá eins og um allan aldur harla fáar tómstundir og höfðu lítil fjárráð til að gefa sig að menntum. Auður íslenzkra höfðingja, manna eins og Snorra Sturlusonar og frænda hans, grundvallaðist á rétti þeirra til kirkju- tíundar og á verzlun með skinnavöru, vaðmál og skreið. Þegar kaþólska kirkjan festist í sessi og gerðist óháð höfðingja- stéttinni, misstu höfðingjar smátt og smátt tíundarréttinn. Og verzlun þeirra fór hnignandi með aukinni erlendri sam- keppni og afturför landbúnaðar á íslandi þegar leið á miðaldir. Danskir embættis- menn fóru í vaxandi mæli með stjórn- sýslu innanlands. Og bókmenntum hnign- aði að sama skapi sem mátt dró úr höfð- ingjastéttinni. Blómaskeið bókmennt- anna á 13du öld stafaði beinlínis af drjúg- um tíundartekjum og háu verðlagi á vað- málum. Annarstaðar á Norðurlöndum voru konungar og lénshöfðingjar til taks að gerast frumkvöðlar bókmennta. Riddara- legur kveðskapur, þýddur og frumortur, var fluttur í heyranda hljóði fyrir hirð- inni. Hann innprentaði áheyrendum sin- um siðaboð og hugsjónir hirðlífs eftir fyrirmynd franskra lénsherra. íslend- ingasögur byggðust á hinn bóginn að verulegu leyti á þjóðlegum arfi innlendr- ar höfðingjastéttar — þótt einnig þær yrðu fyrir áhrifum erlendrar kristni og kurteisi. Fyrirlitning þeirra á lágstéttinni kem- ur miklu berar í ljós í franskættuðum riddarasögum og kvæðum en 1 íslendinga- sögum, og höfðingjahugsjónir þeirra eru efnisminni og tilgerðari. Engu að síður er í þessum bókmenntum um að ræða til- brigði einnar og sömu höfðinglegu sið- fræði. Ef til vill mætti segja að íslend- ingasögur lýsi fyrra og frumstæðara stigi, þegar hermannlegar dyggðir, hugprýði og sjálfstjórn, skiptu höfðingjastéttina meira máli en síðar varð — á tímum lénsveldis þegar yfirstéttin þurfti ekki lengur að berjast fyrir völdum sínum en gat gefið sig að áhyggjulausu lífi við munað og sið- prýði. En einnig má segja að höfðingleg viðhorf íslendingasagna og riddarasagna hafi viðhaldizt hlið við hlið í bókmennt- unum fram á þennan dag. í kúrekamynd- um og harðsoðnum styrjaldarlýsingum finnum við heim íslendingasagna, heimur riddarasagna viðhelzt í ástarsögum viku- blaðanna. Eftir sem áður er það yfirstétt- in — kapítalistar nútíma-iðnaðarþjóðfé- laga — sem ræður bæði fyrir framleiðslu og félagslegri hugmyndamótun bók- menntanna. Vegna gerbreyttra framleiðsluhátta hefur fjöldi lesenda stóraukizt á okkar dögum hjá því sem var á miðöldum. Þró- 51

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.