Samvinnan - 01.04.1972, Side 61

Samvinnan - 01.04.1972, Side 61
á pönnu við fremur vægan hita, hellið eggjahrærunni á og látið síld, radísur og dill yfir þegar kakan er hálfbökuð. Ath. að baka eggjakökur ekki of lengi; þá verða þær þurrar. Borin fram með soðnum kartöflum og/eða rúgbrauði. FLJÓTLEGIR ÁBÆTISRÉTTIR Algengast er að bera niðursoðna ávexti fram með þeyttum rjóma, en rjómann má bragðbæta t. d. á eftirfarandi vegu: Jarðarber með líkjörkremi 2 eggjarauöur 3 msk flórsykur 2% dl rjómi %—% tsk vanilla lYz msk líkjör eða sherry Þeytið eggjarauður og sigtaðan flórsykur vel saman. Blandið þeyttum rjómanum saman við ásamt kornum úr hálfri vanillustöng eða dropum og líkjör eða sherry. Borið fram ný tilbúið með niðursoðnum jarðar- berjum, ávaxtasalati eða ávaxtahlaupi. Ananashrísgrjón 1 dl hrísgrjón 2—3 dl vatn 3 dl rjómi sykur, súkkulaði Sjóðið hrísgrjónin og kælið eða notið afgang af soðnum hrísgrjóna- graut. Blandið hrísgrjónunum saman við þeytta rjómann og bætið með sykri, súkkulaðibitum og smátt brytjuðum ananas. Skreytt með ananas, rifnu súkkulaði og t. d. grænum vínberjum. Borið fram vel kælt. Ferskjur með makkarónurjóma 2 dl rjómi 75 g möndlumakkarónur (eða kókósmakkarónur) saxaðar hnetur Myljið makkarónukökurnar og blandið þeim saman við þeyttan rjóm- ann ásamt rifnu súkkulaði. Stráið söxuðum hnetum yfir. Kælið og berið fram með niðursoðnum ferskjum. Melóna meS salati Þvoið melónuna og skerið sneið af öðrum endanum með takkaskurði. Holið melónuna innan og fjarlægið steinana. Skerið melónukjötið í bita, einnig banana, epli og appelsínur, bragðbætið með ávaxtasafa og sykri ef vill. Skerið af melónukörfunni svo að hún verði stöðugri á fat- inu, fyllið hana með ávaxtasalatinu og leggið lokið yfir. Skreytið með vínberjaklösum. Kókóskaka meS appelsínukremi 2 egg 2 dl sykur 150 g smjörlíki (brœtt) 2 dl hveiti % tsk lyftiduft 2 dl kókósmjöl Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Blandið síðan bræddu smjörlíkinu, sigtuðu hveitinu, lyftiduftinu og kókósmjölinu varlega saman við. Skiptið deiginu í tvö tertumót (smyrjið þau vel og stráið hveiti í þau) og bakið í um 15 min. neðarlega í ofninum við um 200 gráðu hita. Losið botna strax úr mótinu og brjótið súkkulaði yfir annan, þ. e. áleggssúkkulaði, hjúpsúkkulaði eða suðusúkkulaði (um 50 grömm). Smyrjið súkkulaðinu yfir um leið og það fer að bráðna. Leggið kalda botnana síðan saman með appelsínukremi. Appelsínukrem 1 egg 2 msk sykur 1 dl appelsínusafi 3 blöð matarlim 2 dl rjómi Leggið matarlímið í bleyti og bræðið yfir gufu. Þeytið egg og sykur vel saman. Þeytið rjómann (linþeytið). Kælið matarlimið með appel- sínusafanum, hrærið því varlega saman við eggin og þegar það fer að þykkna, þeytta rjómann. Bragðbætið með sykri og 1 msk af sítrónu- safa ef vill. Einnig er gott að setja smátt skorna appelsínu eða 2—3 msk af söxuðu súkkulaði í kremið. Þegar kremið er orðið hæfilega þykkt eru botnarnir lagðir saman með því. Ath.: Kakan þarf að bíða í nokkrar klst. með kreminu áður en hún er borin fram. Súrmjólkurkaka 4 egg 3 dl sykur rijið hýði af einni sítrónu 100 g smjörlíki (brætt) 2 msk súkkat 3 msk rúsínur (3 msk saxaðar hnetur) 2 tsk vanilludropar 4 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl súrmjólk Stífþeytið hvíturnar og þeytið þær síðan með sykrinum. Blandið síðan bræddu smjörlíki og eggjarauðum varlega saman við. Sigtið hveiti og lyftiduft og hrærið því varlega saman við ásamt súrmjólkinni og van- illunni. Ath. að ef kakan ér hrærð of lengi með hveitinu verður hún seig. Bakið deigið í vel smurðu móti (deigið má ekki ná nema til hálfs í mótinu) neðst í ofninum við 175 gráðu hita í rúmlega eina klst. Aukið strauminn aðeins síðustu mínúturnar ef kakan er ekki fullbökuð að ofan. Súkkulaðibitar 200 g hveiti 50 g kakó 1 tsk sódaduft (natron) 250 g sykur 2 tsk vanillusykur eða dropar 100 g smjörlíki 2% dl mjólk 3 egg Hrærið smjörlíkið lint. Sigtið hveiti, kakó, sódaduft og vanillusykur. Bætið síðan mjólkinni og smjörinu smátt og smátt saman við og hrærið í 2 mínútur. Þeytið eggin og hrærið deigið með þeim í 2 mín. Látið deigið í vel smurt ferkantað mót. Hæfilegt er að baka tvöfalda uppskriftina í ofnskúffu (venjuleg stærð). Bakið síðan kökuna neðar- lega í ofninum við um 175 gráðu hita í um 30—35 mín. Kakan er hjúpuð með bræddu súkkulaði eða flórsykurbráð og ef vill klofin í sundur og lögð saman með sýrðum rjóma, aprikósumauki eða kaffikremi (mokkakremi). Einnig má skera nýbakaða kalda kökuna strax í bita sem síðan eru hjúpáðir með súkkulaði eða flórsykurbráð og skreyttir með t. d. möndl- um, perubátum eða mandarínum. Þannig er tilvalið að bera kökuna fram, t. d. í barnaafmæli. 61

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.