Andvari - 01.01.1982, Síða 44
42
TONNES KLEBERG
ANDVARI
Englendinginn af öðrum til ferðar hingað“. Danska sagnaskáldið H. C. Ander-
sen, er kom til Uppsala þrisvar á ævinni, sá einn júlídag 1849 ,,hinn fræga
Codex Argenteus, þýðingu guðspjallanna fjögurra“, en ,,af gull- og silfur-
bókstöfum hans ljómar á hinum rauðu pergamentsblöðum“.
Codex Argenteus hefur að vonum verið virtur um alla aðra dýrgripi fram
í bókasafni því, er hlotnaðist að veita viðtöku hinni stórkostlegu gjöf Magnusar
De la Gardie. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir, að hann hefur tvisvar verið
hætt kominn, a. m. k. í annað skiptið svo mjög, að örlagaríkt tjón hefði hæg-
lega getað af hlotizt.
Emhvern tíma þegar á 8. tug 17. aldar hefur skjalafalsari nokkur verið
að verki. Hann hefur með því að skafa út og mála að nýju í silfurlit freistað
nokkurra textahreytinga, er greinilega hefur verið ætlað að verða til fram-
dráttar sumum kenninaum Olofs Rudbeeks, sprottnum af metnaði fyrir hönd
Svía. Olof Rudbeck siálfur ætti þó að vera hafinn yfir allan grun.
Fölsunin var í siálfu sér mjög ískyggilegt tilræði við handritið. En miklu
alvarlegra var þó það tjón, sem uppgötvað var 1834 og hæglega hefði getað
orðið óbætanlegt. Þýzki fræðimaðurinn Julius Löbe heimsótti Uppsali um
sumarið þetta ár vegna undirbúnings útgáfu alls gotneska biblíuefnisins. Þá
urðu menn þess varir sér til skelfingar, að tíu blöð handritsins voru horfin
sporlaust. Öll leit reyndist lengi árangurslaus. Týndu blöðin komu ekki fram
fyrr en í janúar 1857. Húsvörður bókasafnsins, þá helsjúkur orðinn, afhenti
Anders Uppström dósent blöðin, en ég vík síðar að þætti hans í útgáfu
biblíuþýðingarinnar. Húsvörðurinn hafði sennilega 25 árum áður tekið blöð-
'n ófrjálsri hendi, að því er nú verður frekast ætlað. Við eigum eflaust Upp-
ström það að þakka, að týndu blöðunum var skilað og þau komust aftur á
sinn fyrri stað í bókinni.
Áður hefur verið minnzt á tvær elztu útgáfur Codex Argenteus: fyrstu út-
gáfuna (1665), er Franciscus Junius annaðist, og ,,þjóðræknis“-útgáfa Georgs
Stiernhielms (1671). Á því eru ekki tök að fjalla hér nákvæmlega um allar
þær textaútgáfur, sem birzt hafa á þeim öldum, sem síðan eru liðnar. Fyrsta
stórskrefið fram á við var stigið með hinni þörfu útgáfu Erics Benzeliusar
bókavarðar og loks erkibiskups, er hann tók að vinna að þegar í upphafi 18.
aldar, en prentuð var eftir hans dag í Oxford 1750. Þar eru margir textastaðir
leiðrcítir og aðrir lesnir, sem Junius réð ekki við. Margt lá þó enn eftir óráðið.
Hinn slyngi málfræðingur Johan Ihre og lærisveinn hans, Eric Sotberg, hrundu
verkinu enn lengra áleiðis, einkum tókst hinum síðarnefnda og yngra þeirra að
ráða af skarpskyggni sinni langa kafla handritsins, sem höfðu ekki fyrr verið
lesnir. Ihre hélt fram þeirri röngu, en lífseigu kenningu, að bókstafirnir hefðu
verið brenndir inn í pergamentið með heitum stimplum, en væru ekki handa-
verk listaskrifara. Sotberg kynnti hinar nýju textaráðningar sínar í tveimur
háskólaritgerðum, sem hann nefndi „Ulphilas illustratus“ og reifaði undir