Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 52

Andvari - 01.01.1982, Síða 52
50 JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON ANDVARI menntir, hæsta ris bókmenntatímabils. Þær byggja í ríkum mæli á arfsögnum og munnlegri geymd, en í uppbyggingu þeirra og gerð má greina nafnlaus skáld, sem mótað hafa verk sín af hagleik snilldar og innblásturs.“10 Síðar í ritgerðinni segir á þessa leið: „Að lokinni fordómalausri textafræðilegri og þjóðfræðilegri greiningu hverrar einstakrar sögu má fyrst með nokkurri vissu draga mörkin á milli arfsagna og framlags höfundar. En trúlegt má telja að slíkar nákvæmnis- rannsóknir muni - jafnframt því sem þær varpa ljósi á sjálfan grunninn sem eru arfsagnirnar - einnig leiða í ljós, að við hljótum í ríkum mæli að gera ráð fyrir því að sögurnar séu verk skapandi anda, sem sjálfir hafi stýrt pennan- um eða borið ábyrgð á honum í höndum skrifarans.“17 Vert er að hugleiða, að það sem hér segir um arfsagnir og skáldskap í íslendingasögum er ritað árið 1943. Sú meginniðurstaða sem Dag Strömbáck setur fram í þessari ritgerð heldur fullkomlega gildi sínu enn þann dag í dag. Er ekki sízt athyglisvert að sjá það í þessari ritgerð, hvern hlut Dag Ström- báck telur arfsagnirnar eiga í Islendingasögum, jafnvel þegar þær rísa hæst sem tær og mikill skáldskapur. Hann hefur hér þegar náð því jafnvægi á milli arfsagna og skáldskapar sem tók fræðimenn áratugi að ná á sumum öðrum slóðum. Og einmitt á allra síðustu árum hafa verið að birtast rannsóknarverk, þar sem komizt er að svipaðri niðurstöðu og þeirri sem Dag Strömbáck birti fyrir fjörutíu árum.18 Af þeim sökum m. a. er tímabært að vitna til þessarar ritgerðar hans nú. „Þiðrandi og dísirnar“19 er ein ritgerðanna í „Þjóðfræði og textafræði“. Þessi ritgerð er frá árinu 1949 og eins og nafnið bendir til fjallar hún um Þiðranda, son Síðu-Halls, „er sagt er, at dísir vægi“, eins og það er orðað í Njálu.20 I þessari ritgerð er beitt bæði textafræðilegum og þjóðfræðilegum aðferðum. Með víðtækum samanburði er gerð grein fyrir tengslum Þiðranda þáttar ok Þórhalls við önnur rit eldri og jafngömul á Norðurlöndum og leiddar að því líkur hvaðan hugmyndirnar um andlátssýn Þiðranda séu komnar. Sam- anburðardæmin benda eindregið til opinberunarrita og opinberunarljóða mið- alda, en sjálfur þátturinn verður einnig rakinn til einlægs fulltrúa miðalda- kristni, Gunnlaugs Leifssonar, munks í Þingeyrarklaustri.21 Enn dýpri rætur á önnur ritgerð í bókinni, rætur sem liggja um Suður- Evrópu og allt austur til Asíu. Hún heitir „Austurlenzk saga í fornnorrænum búningi“22 og fjallar um Hróa þátt í Flateyjarbók og hliðstæður hans í Sögum af Sindbað og fleiri austurlenzkum þjóðsögum. Meginniðurstaða þess- arar rannsóknar, sem er mjög víðtæk og viðamikil, er sú, að austurlenzka sagan hafi fyrst borizt til Vestur-Evrópu, Frakklands og ef til vill Englands, og þaðan til íslands. Dag Strömbáck tekur þó fram í lokin, að nánari skil- greining á útbreiðsluleiðum verði að bíða frekari rannsóknar á fleiri minn- um austurlenzkra og evrópskra sagna og samanburði á þeim og Islendinga-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.