Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 65

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 65
ANDVARI , FEL EI LÝSIGULLIÐ GÓÐA“ 63 öllu móti að fá fólk til að játa og hópa því upp; var við öðru að búast? í stuttu máli, ég var að reyna að gera ljósari okkar nútíma sögu af stúlkunni, sem Kristur átti að hafa sagt við forðum: ,,Kona, svo fordæmi ég þig ekki heldur.“ Og ég jafnvel gaf lesaranum lykilinn að því með að velja þau orð sem fyrirsögn seinasta kaflans. Eg reyndi að segja ljóta sögu svo, að engan væmdi við, reyndi að forðast allt gróft, allan sorann, án þess að leyna þó nokkru. Það er í mínum augum list, fegurri en snjallasta rím. Þessa sögu sagði ég svo í lausasta formi sem til er, ferðasögu-formi, þar sem alls konar útúrdúrar eru leyfilegir. Það er kannske ekki bezt valið form, en ég braut það ekki. Svo vafði ég um það vestrænum náttúrulýsingum, eins vel gerðum og ég gat.“ Þótt Stephan væri í rauninni aldrei í vafa um köllun sína og hiki ekki við að halda stundum fram einstökum kvæðum eða verja þau, ef svo ber undir, renna þó á hann tvær grímur, þegar því er hreyft við hann í fullri alvöru að efna til heildarútgáfu ljóða hans. Málaleitan Eggerts Jóhannssonar, fornvinar síns, er fyrstur varð til að kynna kvæði Stephans til muna í Heimskringlu og síðar í Öldinni, svarar skáldið á þessa leið í bréfi til hans 11. janúar 1906: „Nú skal ég reyna að svara hinu, sem þú spyrð um, eins hreinskilið og vöflulaust og ég get komið orðum að hugsunum mínum. Mér er það bjarg- föst meginregla, en engin uppgerð, að landslýður eigi að sýna einhvern sóma öllum sínum snilldarmönnum, fullt svo mikið fyrir framtíðar heiður sjálfs sín eins og þóknun handa þeim. Auðvitað koma fyrst upp í huga mínum, oft og tíðum, skáldin og listamennirnir brauðlausu, ekki af því, að ég viti ekki, að fleiri eru til, sem líkra launa væru verðir, heldur af því, að hugur hvers manns er „kvikastur um kunnugasta ranninn" og kvæðamennirnir verða mér þess vegna hendi næst.“ Stephan nefnir síðan nokkur dæmi þess úr kvæðum sín- um, þar sem hann heldur fram þessari reglu, en segir síðan, að maður geti „brotið gullvæga meginreglu, eins með því að fylgja henni þar, sem hún á ekki við, eins og að brjóta hana þar, sem hún kemur bezt niður. Það er þar, sem skórinn kreppir að, þegar ég hugsa um sjálfan mig sem verðlaunagrip. Kvæðin mín, sem ég endranær gæti sætt mig við, jafnvel varið fyrir því, sem mér fyndist svaravert, sýnast mér þó of fá og smá. Þá man ég allt, sem mér entist ekki orka til að yrkja, sem kringumstæður bönnuðu mér að lcveða, það sem ekki tókst eins vel og ég vildi, það sem annirnar unntu mér ekki að gera, en það sem eftir er sé einkisvirði og óhæft á boðstól fyrir borgun. Eg er ekki ánægðari með sjálfan mig en þetta, og þó get ég engan beðið fyrirgefningar á öllu hálfverkinu, því ég hefi farið svo sem fært var í mínum sporum og aldrei svikið af mér sjálfráður.“ Þessi hugleiðing eða hluti hennar minnir óneitanlega á 2. erindi kvæðisins Kvelds, þar sem talað er um lífsönnina dottandi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.