Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 137

Andvari - 01.01.1982, Síða 137
ANDVARI HEIMAFRÆÐSLA OG HEIMILISGUÐRÆKNI 13 5 eins og því næst upphafsstafi allra þeirra 20-30 karia og kvenna, sem á bænum voru. Síðan tók hún til við nöfn hvers konar dýra: Hesta, kúa, hunda og alls kyns fugla, en stundum urðu nöfn bæja í sveitinni fyrir valinu. „Við hlupum með bókina,“ segir hann, ,,og sýndurn vinnufólkinu, hvað við kunnum, hverj- um manni sinn staf. Sigri hrósandi vor- um við, enda þágum við lof að launum.“ Þegar börnin með þessum hætti höfðu lært stafina, byrjuðu þau að stafa eftir bók og utan bókar. Annar bóndi, fæddur 1851, byrjaði að stafa, þegar hann var fimm ára gam- all. Fyrst kenndi móðir hans, en síðar faðirinn, afi ellegar eitthvert vinnuhjú- anna. Hann lærði stafina með svipuð- um hætti og hinn fyrr nefndi. „Mér var t. d. sagt, að móðir mín Oddný ætti staf- inn o. Þegar ég svo var spurður um o: „Hvað heitir þessi stafur?“ og ég ekki mundi heiti stafsins, var sagt: ,,A hvaða staf byrjar Oddný?“ Þá mundi ég jafn- an nafn stafsins.“ Þessa aðferð telur hann hafa verið algenga, einkum þeg- ar um var að ræða börn, sem áttu í erfiðleikum. Eftir að stafrófskver kom út, var það auðvitað notað sem byrjendabók. Þeg- ar börnin voru búin með það, héldu þau áfram og lásu þær bækur, sem handbærar voru á heimilinu. Kona nokkur, fædd 1863, lærði að stafa af stpfrófskverinu. Þegar búið var að kveikja, tók faðir hennar stafrófskver- ið og lét hana standa hjá sér við stoð- ina, sem bar grútartýruna. Síðar fengu börnin á stöku stað í hendur bókstafi klippta út í pappír. Lítil stúlka, níu ára, sem ég hitti norðan lands, hafði lært að lesa því nær á eigin spýtur. Hún gekk milli hjúanna með pappírsbókstafina sína og spurði til nafns þeirra. Systir hennar, ári yngri, hafði lært að stafa með hjálp hinnar eldri og varð fljótlega leiknari en hún. Þegar barnið var farið að stafa, hófst lesturinn. Biblían var algengasta les- bókin. Bóndi nokkur kveðst ekki hafa verið talinn vel læs níu ára. Þá um haustið var honum því sett fyrir að lesa alla Bibh'una upphátt. „Það fór þannig fram, að eftir kvöldverðinn settist ég við borðið, þar sem Biblían lá, og byrjaði að lesa eða stafa upphátt, svo að allir í baðstofunni heyrðu. Við hinn enda borðsins stóð vinnumaður og spann á hrosshárssnældu. Hann hlaut að gæta vinnu sinnar, en jafnframt var honum í lófa lagið að hlusta á mig. Mér gekk seint í upphafi. Til að hvetja mig sagði vinnumaður mér iðulega meginatriði þess, sem í kaflanum stóð, áður en ég hæfi lesturinn. Þessi maður var talinn meðalgreindur, en ég efast stórlega um, að meðalmenn af núlifandi kynslóð gætu leikið þetta eftir honum.“ íslendingasögur voru einnig notaðar sem lesbækur, einkum á síðari áratug- um, eftir að kvöldvökur tóku að leggjast af og enginn las fyrir fólkið. Um þetta farast ungum prestssyni svo orð: „Þegar þar kom, að ég gat lesið hjálparlaust, tók ég einhverja íslendingasagnanna og hóf lesturinn. Ég fór snemma á fætur að morgni og settist andspænis gamalli klukku, sem hékk á veggnum og færði mér heim sanninn um það, hve lengi ég væri að lesa hverja blaðsíðu. Þegar sögunni var lokið, tók ég aðra, og þannig koll af kolli. Þessar bókmenntir féllu mér í geð. Ávöxtur þessa lestrar var ekki aðeins lestrarleikni, heldur einnig margháttaður fróðleikur um sögu og landafræði. Það sem mestu mun þó hafa skipt var þetta, að orðaforði minn óx og málkenndin dafnaði.“ Þegar börn voru orðin sæmilega læs. var ekki óalgengt, að þeim væri falið að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.