Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 142

Andvari - 01.01.1982, Page 142
140 HOLGER KJÆR ANDVAÍÍI ur bóndi er undir beinum áhrifum frjáls- lyndu guðfræðinnar. Skynsemistrú og upplýsingarandi höfðu náð tökum á al- menningi í heimahögum hans, enda lásu ýmsir bændur þar Georg Brandes af Iifandi áhuga. Bóndi þessi segir írá föður sínum, bændahöfðingja og stjórn- málaleiðtoga: „Meðal þess, sem mér lék mestur hugur á í uppvexti, voru trúarbrögðin. Eg hlustaði ekki á þjóð- sögur Biblíunnar um sköpun heims, en í þess stað á hitt, sem faðir minn hafði í fræðiritum lesið um veröldina og taidi satt og rétt. Mér voru sagðar sögur af iólabarninu, bróður allra manna. Eg heyrði um algóðan Guð, sem var faðir allra. Og ég lærði að biðja t’l Guðs. Barnatrú mín einkenndist með öðium orðum ekki af kennisetningum, sem eru í mótsögn við alla hugsun og nútíma vísindi.“ bað álas, sem eldri fræðsla hér verð- ur fyrir, varðar ekki aðferðina, heldur innihaldið, - rétttrúnaðinn. Flestir and- stæðingar kverlærdómsins virðast hins vegar hafa verið honum mótsnúnir af sömu ástæðum og danskir skoðanabræð- ur þeirra, t. d. Kold, nefnilega vegna þess að hann var vélrænn og andlaus. En hvernig sem þessu kann að vera farið, er hitt víst, að kristindómsáhrif heimilanna urðu sterkust í leiðsögn móð- urinnar fyrstu barnsárin, í húslestrum og þeirri alvöru, sem einkenndi viðhorf for- eldranna og heimilið, - en ekki í lög- skipaðri fræðslu. Þessi kristindómsáhrif voru kjarni gömlu íslenzku heima- kennslunnar, segir Ólína Andrésdóttir: „Kristinn dómur var eina námsefnið, sem leiðbeinendur okkar lögðu sig fram við að kenna, - af lífi og sál. Börnin lærðu ekki í þá daga, að Biblían væði reyk ellegar að margir lærifeður verald- arinnar tækju Kristi fram. Nei, Kristur var mælikvarðinn, sem foreldrar lögðu á vegferð barna sinna. Með bænum o° tárum kenndu þeir okkur, að hann væri eina leiðarstjarnan, sem menn óhultir gætu haft að viðmiðun á sollnu hafi lífs- ins. Ahrif þessarar fræðslu voru ómetan- leg: Allir þeir, sem tileinkuðu sér trúna á Krist og varðveittu hana í hjarta sínu, áttu sér óbrigðulan leiðarstein á lífsins vegi. Aldrei gátu þeir týnt Kristi, misst sjónar á honum ellegar látið hann í skiptum fyrir aðra leiðtoga. Þannig gaf heimafræðslan gamla okkur þá dýru perlu, sem mölur og ryð þessa heims fá ekki grandað.“ íslenzk heimafræðsla og norræn Ísíenzk heimafræðsla og raunar norræn yfirleitt hefur verið einkar tak- mörkuð að umfangi og kennsluaðferð- irnar frumstæðar, svo frumstæðar, að flestir skólamenn nú á dögum hljóta að undrast. Hér verður ekki reynt að fara í felur með augljósa vankanta þessarar athafnasemi, en þó skal það staðhæft, að fleira sé þar að finna en vankantana eina. fslenzkar frásagnir um þetta efni vitna um sjálfsbjargarviðleitni, fund- vísi og frumleika, ekki aðeins í fari barna, heldur einnig í uppeldisaðferðum heimilanna. Ef gerð skal úttekt á norrænni heima- kennslu, er ekki aðeins skylt að taka til- Iit til námsárangurs á skólavísu, heldur verður einnig að meta gildi umræddrar sjálfshjálpar fyrir börn og foreldra. ís- lenzk heimakennsla er meiri háttar dæmi um frumleika barna, fróðleiks- fýsn og athafnaþrá og þar með um nýt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.