Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 143

Andvari - 01.01.1982, Page 143
ANDVARI HEIMAFRÆÐSLA OG HEIMILISGUÐRÆKNI 141 ingu slíkra þátta. En hún er einnig sönn- un fyrir því, að foreldrar, sem lítillar tilsagnar höfðu notið, gátu lagt sitt af mörkum við fræðslustörf. Þar sem heimakennsla hefur verið almenn víðar um Norðurlönd, er samtímis fengin sönnun fyrir því, að þær norrænar skóla- stefnur, sem höfða til ábyrgðar heimil- anna og samvinnu við þau, byggja á ríkri arfleifð. Þegar Grundtvig hugðist taka upp þráð heimakennslunnar gömlu, átti af- staða hans ekki aðeins rætur að rekja til þeirrar staðreyndar, að heimilið var um hans daga fastara í sniðum en nú. Einnig réð miklu tortryggni hans í garð allra þeirra, sem hugðust nota nýfengna kennsluhætti til að hneppa lífið í fjötra fátæklegustu vitsmunahyggju. Upplýs- ingarstefnan hefur frá því á 18. öld til þessa dags viljað ýta heimilinu til hlið- ar, af því að hún hugðist gjörbylta líf- inu og reisa uppeldið á nýjum grund- velli skynseminnar. Grundtvig batt eng- ar tálvonir við þessa stefnu. I ritinu „Skóli lífsins" skrifar hann: „Þessari háþýzku hégilju, að nauðsynlegt sé að útskýra lífið og steypa það upp eftir höfði lærðra manna, áður en því er lif- að, þessari ímyndun, sem gerir alla skóla að verkstæðum dauðans og tortímingar- innar, þar sem ormarnir lifa í vellyst- ingum á kostnað lífsins, þeirri hugar- flugu hef ég öldungis hafnað. Sjálfur staðhæfi ég, að eigi skólinn raunveru- Iega að vera lífsnýt fræðslustofnun, skuli hann í fyrsta lagi forðast að gera „fræðsluna“ eða sjálfan sig að höfuðvið- fangsefni, en þess í stað leiða lífið og nauðsynjar þess til öndvegis, og í öðru lagi hljóti hann að taka lífinu eins og það raunverulega er. Enginn skóli get- ur skapað nýtt líf í okkur, og því má skólinn hvorki brjóta arfleifðina niður né eyða tímanum í að sjóða saman þær reglur, sem menn ímynda sér að annað og betra líf lyti, ef menn ættu þess kost.“ Á þessum forsendum leit Grundtvig ekki aðeins skólann, heldur einnig heim- ilið og þýðingu þess fyrir alþýðufræðsl- una öðrum augum en ella. Þegar hann gerðist málsvari heimakennslunnar, var það sem sé ekki af því að hann, - eins og ýmsir fylgismenn hennar, - byggist við að geta skapað nýja menn með til- styrk heimanáms. Sá kostur var honum alls fjarri. Hins vegar leit hann á barna- skólann og þá fræðslu, er þar fór fram, sem hjálpartæki, er sett skyldi í lífrænt samhengi við heimili barnsins. Það væri líka misskilningur að telja íslenzka alþýðufræðslu ávöxt heima- kennslunnar einnar. Til þess hefur eig- inleg „kennsla“ gegnt allt of rýru hlut- verki. Nei, hún er ekki ávöxtur heima- kennslunnar. En heimakennslan er ávöxtur þeirrar alþýðufræðslu, sem átti rætur í lífi heimilanna og bar fegurstu krónu sína í kvöldvökunni. Einmitt þetta, að menn gerðu ekki miklar kröfur til kennslunnar og voru reiðubúnir að sætta sig við frumstæðar aðferðir, gerði heimilunum kleift að annast fræðsluna, hafa barnið heima og veita því það, sem í boði var án eigin- legrar kennslu. En þar að auki var einn- ig á fyrri öld unnt að halda áfram hvoru tveggja, fræðslu og sjálfsnámi á full- orðinsárum. Um það efni lesum við í næsta kafla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.