Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 79

Andvari - 01.01.1990, Page 79
ANDVARI GLÍMT VIÐ SHAKESPEARE 77 Shakespearesþýðingar Helga Hálfdanarsonar fram yfir þýðingar Matthíasar Jochumssonar á sömu verkum, en nú bregður hins vegar svo við að Alþýðuleikhúsið gengur fram hjá þessum tveim merkisþýðendum, sem hvorugur hefur verið talinn neinn aukvisi hingað til, með því að fara þess á leit við Sverri Hólmarsson að gera glænýja þýðingu á leikriti Shakespeares um Macbeth. Þetta er vitaskuld ærið tilefni til að reyna að gera smá-úttekt á þessum þýðingum og vega og meta í hverju hinum fyrri kunni nú helst að vera áfátt og jafnframt hvað hin nýja þýðing eigi að hafa fram yfir þær. Hugsanlega er þetta frumkvæði Alþýðuleikhússins byggt á þeirri skoðun, sem stundum hefur heyrst, að þýðingar séu sem slíkar, og ólíkt frumverkunum, dæmdar til að úreldast fyrr en varir, þar sem þær hljóti ávallt að bera talsverðan keim af stíl, málfari og smekk þess tíma sem þær eru þýddar á, og hver ný kynslóð þurfi því að finna sér nýja leið til hins óbrotgjarna frumverks. Með þessu virðist gert ráð fyrir því að hæfir þýðendur séu jafnan til taks, en ekki hinu að fullnægjandi þýðingar mikilla meistaraverka kunni að eiga sinn sögulega vitjunartíma eins og verkin sjálf og að þýðingar eins og þær sem við eigum til dæmis á Hómerskviðum eða Paradísarmissi séu ekki á færi allra kynslóða. Og ef íslenskar þýðingar, sem eru innan við aldargamlar eða jafnvel hálfrar, teljast úreltar, þá er málþróun íslenskunnar örari en við látum í veðri vaka þegar við gumum af því gagnvart útlendingum að geta fyrirhafnarlítið lesið bókmenntir okkar frá 13. öld. Nú vill svo til að elstu þýðingar sem við eigum á verkum Shakespeares, þýðingar þeirra Matthíasar Jochumssonar og Steingríms Thorsteinssonar, eru frá tíma sem var skeið mikillar grósku og vakningar í íslenskum bók- menntum og það ekki aðeins á sviði frumsaminna verka heldur og þýðinga, þar sem sjálf höfuðskáld þessa tímabils létu ekki sitt eftir liggja. í þeirra hópi var Matthías tvímælaiaust sá sem best var til þess fallinn að glíma einmitt við Shakespeare og átti með honum margt sameiginlegt. Sem kristinn húmanisti er vildi kafa niður í mannssálina stóð hann Shakespeare nær en þau skáld sem voru uppfull af þjóðernishyggju og náttúrurómantík. Sem leikritahöf- undi er honum lagið að lifa sig inn í ólíkar persónur og tala fyrir munn þeirra við ýmsar aðstæður, enda á hann orðkynngi næga og er sjálfum eiginlegt að tjá sig á svipmiklu myndmáli, auk þess sem hann hefur sterka tilfinningu fyr- ir hrynjandi málsins og hljómfalli ýmissa bragarhátta og kann að beita öllu þessu til að túlka sterkar mannlegar geðshræringar. Það má líta á Shakespearesþýðingar Matthíasar sem einn þátt sköpunar- starfs hans sem var fremur sprottið af innri þörf en ytri, enda voru ekki þá á ferðinni hér á landi nein leikfélög sem hefðu getað knúið dura á prestsetri hans á Kjalarnesi og pantað hjá honum þýðingar, og raunar átti hann einnig í mesta basli við að koma þeim á prent, því Hið íslenska bókmenntafélag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.