Andvari - 01.01.2000, Side 74
72
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Friðrik Friðriksson (1868-1961) stofnandi KFUM og dómkirkjuprestarnir
séra Jóhann Þorkelsson og séra Bjarni Jónsson. Trúardeilur meðal íslend-
inga í Vesturheimi um gömlu guðfræðina og nýju guðfræðina voru afar
harðar og höfðu áhrif hér á landi.
Þannig má segja í sem stystu máli að öldin hafi byrjað í kirkjunni. Með
hörðum átökum milli íhaldssamra og framsækinna guðfræðinga.
Átökin voru reyndar ekki aðeins meðal presta; sterkar og vaxandi leik-
mannahreyfingar innan kirkjunnar höfðu mikil áhrif, þær voru undir áhrif-
um frá danska og norska heimatrúboðinu, m. a. KFUM. Þá voru stofnuð
tvö félög, sem undirstrikuðu þann klofning sem kominn var upp í kirkj-
unni, annað var Bræðralag, kristilegt félag stúdenta, stofnað 1945 á heimili
Ásmundar Guðmundssonar. Hitt var Samtök játningatrúrra presta, stofnað
1948 að frumkvæði séra Sigurjóns Þ. Árnasonar og Jóhanns Hannessonar.
En um hvað snerist nýguðfræðin? Þýska nýguðfræðin var róttæk umbóta-
stefna, sprottin úr jarðvegi upplýsingarstefnunnar. Nýjar aðferðir og viðhorf í
biblíurannsóknum settu svip á nýguðfræðina. Biblían er safn rita, langra og
stuttra og höfundar þeirra heimildaritendur, ýmsum takmörkunum háðir, svo
sem eigin heimsmynd, lífsviðhorfum og mannskilningi. Þessi viðhorf voru
vissulega til góðs. Annað sterkt einkenni á nýguðfræðinni var fráhvarf frá
játningunum en þess í stað meiri áhersla og áhugi á reynslu manna og breytni
og þar með siðfræði. Harnack sjálfur ritaði mikið og fræðilegt verk um sögu
kirkjukenninganna sem enn er í fullu gildi. Ekki verður annað sagt en þetta
viðhorf nýguðfræðinnar hafi verið tímabært þótt vanmat margra guðfræðinga
stefnunnar á játningunum hafi verið um of. Þriðja atriðið sem einkennir ný-
guðfræðina er bjartsýn söguskoðun og mannskilningur. Maðurinn er góður í
eðli sínu og allt fer vel að lokum, guðsríki var að hennar skilningi eitt megin-
atriðið í boðskap Jesú og innan skamms mun það renna upp hér á jörð. í stað
játninganna leitaði nýguðfræðin til upprunans: til Jesú sjálfs. Harnack og þar
með frjálslynd guðfræði aldamótanna vildi komast aftur fyrir hina kirkjulegu
guðfræði og leita til hins upprunalega kristindóms Jesú sjálfs og jafnframt til
samtímans eða því sem næst, til siðfræði Kants og annarra þýskra heimspek-
ingaý Heimsstyrjaldirnar gerðu hinn bjartsýna mannskilning nýguðfræðinnar
óraunsæjan í margra augum.
Þegar leið á öldina festist frjálslynda guðfræðin í sessi. Áhrif hennar
sóttu á og þjóðin tók henni vel, hún var jákvæð, bjartsýn og góðviljuð og
hæfði vel þjóð á framfaratímum. Það er svo annað mál að frjálslynda guð-
fræðin rann ekki mildilega í einum farvegi heldur voru þar ýmsir straumar
og væringar komu upp meðal frjálslyndu guðfræðinganna. Upp kom deila
milli Jóns Helgasonar og Haralds Níelssonar, m. a. um sálarrannsóknir en
Haraldur var einn helsti hvatamaður að sálarrannsóknum hér á landi. Spír-
itisminn setti svip sinn á kirkjulega umræðu áratugum saman. Svo var ekki