Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 86

Andvari - 01.01.2000, Page 86
84 EYSTEINN ÞORVALDSSON ANDVARI Það eru ljóðin í Dymbilvöku, fyrstu ljóðabók Hannesar, sem hér urðu til með þessum einkennilega hætti. Þetta kann að vera prýðilegt dæmi um skáldlegan innblástur, og svo virðist sem Hannes hafi hugleitt það. En honum þóttu vinnubrögðin samt fremur líkjast útblæstri en innblæstri, að þetta hefði kraumað lengi í honum og síðan hefði hverinn gosið. Hann seg- ir að sér hafi sjálfum þótt undarlega kveðið þegar hann leiddi verk sitt augum „og var nokkur ráðgáta hvaðan mér hefðu borist öll þessi torkenni- legu orð og myndir.“14 En hann segir líka að sér hafi verið ljóst að glíman við Eliot og önnur nýstárleg skáld hafi leyst gosið úr læðingi í undirvitund sinni. Þetta er heiðarleg og sannferðug ályktun hjá skáldinu. Fjölmörg minni í Dymbilvöku eiga uppruna sinn eða skyldleika í verki Eliots. Þótt Eyði- landið hafi reynst Hannesi ofraun til þýðingar þá hafa mótíf þess og myndir seytlað inn í vitund hans og síðar ýmist fallið í dropatali eða gosið í fyrstu ljóðum hans sjálfs. Aðferð Hannesar er líka að mörgu leyti svipuð og í Eyðilandinu, t. d. form eða áferð textans, brotakenndar frásagnir og mynd- ir, samhengislausar tilvitnanir og samræður. Málfarið er hinsvegar ólíkt; stíllinn er einhlítari og upphafnari hjá Hannesi, og tilvitnanir hans virðast flestar heimatilbúnar og engar þeirra eru á erlendum málum eins og hjá Eliot. Ljóðstafasetning af ýmsu tagi er í Dymbilvöku allri og gefur henni ákveðna hrynjandi umfram Eyðilandið. Myndmál Eyðilandsins eru laus- tengdar raðir af beinum myndum að hætti ímagismans. Sú aðferð er ríkj- andi í I. kafla Dymbilvöku en síðan er myndmál Hannesar einkum byggt á sundurleitum myndhverfingum. Mótíf eru mörg hin sömu í báðum verkunum, t. d. meginmótífin: vatn, eldur og vindur en þau gegna ekki alltaf sömu hlutverkum. Á báðum stöð- um er einnig leikið með andstæðurnar líf og dauða. Flest tengsl Hannesar eru við fyrra hluta Eyðilandsins, einkum „Greftrun hinna dauðu“ og „Skáktafl“, enda hefur hann ekki brotist öllu lengra sem þýðandi í því tor- leiði sem Eyðilandið reyndist honum. Sjálfur segist Hannes hafa þýtt hið endurtekna stef úr Skáktafli „Hurry up please it’s time“ með „Svona upp með þig það er glas“ sem hann notar sem þrítekið stef í Dymbilvöku. Það er viss samsvörun í þessum fyrirskipunum þótt upprunaleg merking sé ólík. I sýnishorninu sem Hannes birtir úr þýðingardrögum sínum í Framhalds- lífi förumanns má sjá minni sem prýða báða bálkana. Þarna er um að ræða brot úr upphafi „Skáktafls“ og þar þýðir hann m. a. 79.-81. línurnar, en þær eru þessar: Held up by standards wrought with fruited vines From which a golden Cupidon peeped out (Another hid his eyes behind his wing)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.