Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Síða 122

Andvari - 01.01.2000, Síða 122
120 GUNNAR KARLSSON ANDVARI í sögum koma heiðin goð stöku sinnum við sögu, einkum Óðinn sem tekur smám saman á sig mynd Kölska.66 Sturlungulesendur minnast þess að seint á 12. öld reyndi Þorbjörg prestsfrú í Reykholti að stinga auga úr Hvamm- Sturlu, að því er hún sagði til að gera hann líkan Óðni.67 En í biskupasög- um, sem helst fjalla um eril kirkjunnar manna, fer afar lítið fyrir heiðnum vættum. Ekki man ég eftir einni einustu sögu af íslensku dýrlingunum sem gengur út á viðureign við æsi. Sumt bendir til þess að heiðnileifar hafi verið hreinsaðar út úr íslensku samfélagi meira og hraðar en annars staðar. I Jóns sögu Ögmundarsonar segir þannig að Jón biskup hafi bannað mönn- um að „eigna daga heiðnum mönnum eða guðum, sem er at kalla Óðins dag eða Þórs . . ,“68 Heimildargildi þessarar sögu allrar er næsta hæpið, en svo mikið er víst að íslenska er eina germanska ríkismálið, kannski eina germanska tungumálið, sem hefur lagt af öll daganöfn kennd við æsi. Það ber vitni um að Islendingar hafi tekið mark á kristnum boðskap jafnvel fremur en aðrir. íslendingar gleymdu samt ekki ásum eða heiðinni menningu sinni fyrr eða betur en aðrir, þvert á móti. Fyrst birtist það líklega í því að Norðmenn virðast hætta að yrkja dróttkvæði um aldamótin 1000, og sú list verður sér- grein Islendinga við hirðir norrænna konunga. Eins og Stefán Aðalsteins- son hefur bent á var dróttkvæðalistin gegnsýrð heiðnum sagnaminnum og allar líkur til að hún hafi verið upprætt með vopnum og eldi á kristnitöku- tímanum, þar sem slíkum tækjum var beitt við kristnitöku. Þannig slitnuðu tengslin við sagnaarfinn í Noregi en héldust á íslandi. Á grundvelli þessa sagnaarfs hófu svo íslendingar sagnaritun sína á 12. öld.69 Sérþekking Islendinga í fornum fróðleik kemur aftur í ljós þegar norskir og danskir höfundar fara að skrifa sögur af konungum landa sinna, um það bil tveimur öldum eftir kristnitöku íslendinga. Bæði Norðmaðurinn Theo- doricus og Daninn Saxo nefna íslendinga sérstaklega sem heimildarmenn sína og gera mikið úr fróðleik þeirra.70 Nokkrum árum seinna sannaði Snorri Sturluson þekkingu og áhuga íslendinga á norrænni goðafræði með Eddu sinni, langmesta miðaldariti sem nokkurs staðar er til um heiðna trú germanskra þjóða. Islendingar kristnuðust þannig hratt en fremur yfirborðslega. Ein afleið- ing þess var að kristni þeirra varð að sumu leyti sérkennilega frumstæð og jarðbundin, og kemur það vel fram í kristnitökufrásögn Ara fróða. Hjalti Hugason segir að Ari túlki kristnitökuna á Alþingi „á trúarlegan hátt þrátt fyrir hlutlaust yfirbragð og veraldlegan stíl frásögunnar.“ Hann greinir líka í frásögn Ara túlkun á tveimur afmörkuðum sviðum. Annars vegar sé „gef- ið í skyn að kristnitakan hafi orðið með skyndilegum og jafnvel yfirnáttúr- legum hætti. . . . Hins vegar sýnist sú hugsun búa að baki að kristnitöku- málið hafi verið leitt til lykta með sama hætti og öll helstu deilumál íslend-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.