Andvari - 01.01.2000, Síða 156
154
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
sinni, og líkt og Svava beitir hann iðulega mikilli hugkvæmni, þekkingu og
rökvísi við að létta hulunni af óljósum táknum og launsögum kvæðanna
sem hann glímir við. Eins og í riti Svövu reynir því talsvert á þanþol skáld-
verkanna og móttækileika lesenda. Petta kemur t. d. vel fram í greiningu
Sveins Yngva á mynd Napóleons mikla í ljóðum Gríms Thomsens og
Benedikts Gröndals, þar sem farið er bæði langt og víða í leit að hliðstæð-
um eða samsvörunum. Sennilega munu líka ýmsar túlkanir höfundarins
koma jarðbundnu bókmenntafólki á óvart, svo sem sú að lesa náttúru-
kvæði Gröndals «Gullörn og bláfugl» sem táknræna lýsingu á evrópskum
samtímastjórnmálum og rómantískri mikilmennishugsjón skáldsins, enda
geymi það bæði arnartákn Napóleons og frönsku fánalitina. En auðvitað
var Gröndal ekki allur þar sem hann var séður, og sjálfur gaf hann lesend-
um sínum nánast ótakmarkað frelsi til túlkunar þegar hann mælti hin
fleygu orð: «Mitt er að yrkja - ykkar að skilja.»
Sveinn Yngvi á það sameiginlegt með Páli Valssyni að hann tengir skáld-
verkin oft ytri veruleika höfundanna og styrkir greininguna með ævisögu-
legum fróðleik og skýringum. Að þessu leyti má segja að andi pósitív-
ismans svífi yfir annars rómantískum vötnum. Sú skoðun Sveins Yngva að
Grímur Thomsen hafi leitast við að «stríða» (172) Henrik Ibsen og svara
þeirri gagnrýni sem fram kemur á þjóðernisrómantíkina í Pétri Gaut (1867)
með «Rímum af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur» byggist til dæmis
að hluta til á þeirri hugmynd að Grímur hafi «haft persónulegan áhuga á
þessum norska skáldbróður sínum því að Ibsen varð tengdasonur gamallar
vinkonu og barnsmóður Gríms, Magdalene Thoresen» (171).
Sjálfur flokkar Sveinn Yngvi rannsóknaraðferðir sínar annars undir
«samanburðarbókmenntir með sögulegu ívafi» (19). Meðal annars segist
hann styðjast við þá hugmyndastrauma 9. áratugar 20. aldar sem kenndir
eru við nýsöguhyggju (New Historicism) og miða sérstaklega að því að
greina tengsl bókmennta, samfélags og sögu. Vegna þessa fræðilega bak-
grunns hefði ef til vill mátt vænta þess að höfundurinn verði meira rými en
hann gerir til að leita að sögu- og samfélagslegum ástæðum fyrir muninum
sem er á viðhorfi þeirra Gríms og Ibsens til erlendrar samtímamenningar,
þótt báðir aðhylltust að sönnu skandinavisma. í því samhengi sýnist eðli-
legt að taka fyrir bæði danskar ritsmíðar Gríms frá miðjum 5. áratugnum,
þar sem hann bendir á mikilvægi íslenskra (forn)bókmennta fyrir norræna
menningu 19. aldar, og fullyrðingar Ibsens rúmum áratug síðar að Norð-
menn gætu lært fjölmargt af öðrum þjóðum, sérstaklega Dönum. Spyrja
má: Stafar þessi afstöðumunur skáldanna af mismunandi áliti þeirra á eigin
þjóðmenningu, því að þau töluðu til ólíkra viðmælenda, Grímur til Dana
en Ibsen til eigin þjóðar, eða því að hugmyndafræðilegur grundvöllur