Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 156

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 156
154 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI sinni, og líkt og Svava beitir hann iðulega mikilli hugkvæmni, þekkingu og rökvísi við að létta hulunni af óljósum táknum og launsögum kvæðanna sem hann glímir við. Eins og í riti Svövu reynir því talsvert á þanþol skáld- verkanna og móttækileika lesenda. Petta kemur t. d. vel fram í greiningu Sveins Yngva á mynd Napóleons mikla í ljóðum Gríms Thomsens og Benedikts Gröndals, þar sem farið er bæði langt og víða í leit að hliðstæð- um eða samsvörunum. Sennilega munu líka ýmsar túlkanir höfundarins koma jarðbundnu bókmenntafólki á óvart, svo sem sú að lesa náttúru- kvæði Gröndals «Gullörn og bláfugl» sem táknræna lýsingu á evrópskum samtímastjórnmálum og rómantískri mikilmennishugsjón skáldsins, enda geymi það bæði arnartákn Napóleons og frönsku fánalitina. En auðvitað var Gröndal ekki allur þar sem hann var séður, og sjálfur gaf hann lesend- um sínum nánast ótakmarkað frelsi til túlkunar þegar hann mælti hin fleygu orð: «Mitt er að yrkja - ykkar að skilja.» Sveinn Yngvi á það sameiginlegt með Páli Valssyni að hann tengir skáld- verkin oft ytri veruleika höfundanna og styrkir greininguna með ævisögu- legum fróðleik og skýringum. Að þessu leyti má segja að andi pósitív- ismans svífi yfir annars rómantískum vötnum. Sú skoðun Sveins Yngva að Grímur Thomsen hafi leitast við að «stríða» (172) Henrik Ibsen og svara þeirri gagnrýni sem fram kemur á þjóðernisrómantíkina í Pétri Gaut (1867) með «Rímum af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur» byggist til dæmis að hluta til á þeirri hugmynd að Grímur hafi «haft persónulegan áhuga á þessum norska skáldbróður sínum því að Ibsen varð tengdasonur gamallar vinkonu og barnsmóður Gríms, Magdalene Thoresen» (171). Sjálfur flokkar Sveinn Yngvi rannsóknaraðferðir sínar annars undir «samanburðarbókmenntir með sögulegu ívafi» (19). Meðal annars segist hann styðjast við þá hugmyndastrauma 9. áratugar 20. aldar sem kenndir eru við nýsöguhyggju (New Historicism) og miða sérstaklega að því að greina tengsl bókmennta, samfélags og sögu. Vegna þessa fræðilega bak- grunns hefði ef til vill mátt vænta þess að höfundurinn verði meira rými en hann gerir til að leita að sögu- og samfélagslegum ástæðum fyrir muninum sem er á viðhorfi þeirra Gríms og Ibsens til erlendrar samtímamenningar, þótt báðir aðhylltust að sönnu skandinavisma. í því samhengi sýnist eðli- legt að taka fyrir bæði danskar ritsmíðar Gríms frá miðjum 5. áratugnum, þar sem hann bendir á mikilvægi íslenskra (forn)bókmennta fyrir norræna menningu 19. aldar, og fullyrðingar Ibsens rúmum áratug síðar að Norð- menn gætu lært fjölmargt af öðrum þjóðum, sérstaklega Dönum. Spyrja má: Stafar þessi afstöðumunur skáldanna af mismunandi áliti þeirra á eigin þjóðmenningu, því að þau töluðu til ólíkra viðmælenda, Grímur til Dana en Ibsen til eigin þjóðar, eða því að hugmyndafræðilegur grundvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.