Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 168

Andvari - 01.01.2000, Page 168
166 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI asar - og íslenskra menntamanna - á almenna lesendur og hugmyndir þeirra um skáldskap. Ljóst er að Jónas hefur ævinlega valið sér efni og fyrirmyndir sem hent- uðu best hverju sinni, sama hvort það kom frá Friedrich Schiller eða Sig- urði Breiðfjörð. Hann má því teljast góður fulltrúi «útvalsstefnu» (eklektis- isme) í bókmenntum. Petta sést einkar vel þegar kvæði hans «Móðurást» er brotið til mergjar. Þar sótti Jónas sér grunnhugmynd eða yrkisefni í kvæðið «Bettlersken pá Hitters0en» eftir norska embættismanninn og skáldið Conrad Nicolai Schwach og reyndar með viðkomu í íslenskri þýðingu séra Árna Helgasonar, «Allt er jafnslétt, ís yfir tjörnum». En þó að yrkisefni þessa kvæðis væri í sjálfu sér «fullgott» að dómi Jónasar, þurfti meira til ef skapa átti eiginlegt listaverk. Það þurfti að hreinsa það af þeirri lágkúru upphaflegu sögunnar sem styggði fegurðartilfinningu manna. Það gerði Jónas líka með miskunnarlausri «ritskoðun», þ. e. með því að fella burt all- ar sértekningar sem drógu úr «reisn» móðurinnar, svo sem fátækt hennar, klæðleysi og eymd, en beina athyglinni að almennum og algildum þáttum, einkum móðurástinni og kristinni trú. Sömuleiðis gaf hann efninu nýjan og fegurri búning með því að velja því bragarhátt sem hann þekkti bæði frá kvæði Schillers «Des Mádchens Klage», sem Jónas hafði áður þýtt sem «Meyjargrát», og «Kötlukvísl» Bjarna Thorarensens. Að lokum valdi hann ljóði sínu ýmis skáldleg orð og setningabrot sem hann hafði sjálfur notað í öðrum kvæðum sínum eða hann þekkti frá kveðskap Bjarna Thorarensens. Hér er frumleikinn því augljóslega aukaatriði samanborið við meðvitaða vinnu Jónasar með ljóðformið, orð og hugmyndir. I framhaldi af þessu er einnig vert að líta á kvæði Jónasar «ísland! far- sælda frón» frá 1835 sem þeir Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson gera báðir að umfjöllunarefni, og að nokkru leyti á sama hátt. Þeir bera kvæðið saman við elegíu Oehlenschlágers «Island! hellige 0e» frá 1805 sem hann breytti í «Island! Oldtidens 0e» árið 1823, og komast að þeirri niðurstöðu að Jónas sé hér undir nokkrum áhrifum frá danska kvæðinu. Frá því hafi hann fengið «hugmyndina að bragarhættinum og þar með sjálfri byggingu kvæðisins», segir Páll (118). Bæði Páll og Sveinn Yngvi eru hins vegar þeirr- ar skoðunar að kvæði Jónasar sé eins konar «svar» við kvæði Oehlen- schlágers. «Hástemmd fornaldardýrkun reið danska kvæðinu á slig», segir Sveinn Yngvi og heldur því fram að Jónas hafi séð í hendi sér að «hér mætti gera betur» (344). Þetta er einnig niðurstaða Páls sem fellir þungan dóm yfir danska kvæðinu og «rómantík» þess: «Kvæði Oehlenschlágers er eiginlega ansi vont, hugmyndaheimur þess er svo ofrómantíseraður og hrifning hans af þessari ímynduðu fornöld er svo yfirgengileg að kvæðið hlýtur nú að orka spaugilega á lesanda» (117). Páll telur einnig að þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.