Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 11
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
9
bjartsýna trú á framtíðina. Slrkt vilja allir heyra og ef öðrum sjónarmiðum er
hreyft er það talið vera íhaldssemi, svartsýni og nöldur. En eitt ætti að vera
óhætt að nefna: Iðkun húmanískra mennta er komin undir rækt við móður-
málið. Án markvissrar ræktunar móðurmálsins, í ræðu og riti, er hætt við að
þessi fræði lúti í lægra haldi, þoki út í hom, verði jafnvel í augum samtíma
markaðsfræðinga einkum dýrt sport og þýðingarlaust. Þá verða hugvísinda-
menn að réttlæta tilveru sína andspænis talsmönnum hagnýtra fræða. Slfkt
hefði ekki hugnast Þórami Bjömssyni.
Islenskan er að breytast svo ört að áhyggjur vekur, framrás enskunnar svo
straumþung á öllum sviðum að ef ekki verður við spomað getur óbætanlegt
menningarslys orðið. Við of miklar málbreytingar kunna tengslin við fortíð-
ina, það sem ort hefur verið og skrifað á íslensku á fyrri öldum, að rofna. Á
þetta hefur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, verið óþreyt-
andi að benda, meðal annars í ræðu á Hólahátíð 2005 þar sem hún sagði í
þessu sambandi: „Það má heldur ekki fram hjá okkur fara að fjöldinn allur
af orðatiltækjum er að glatast úr hugum fólks, orðatiltæki sem eru svo und-
urfalleg og lýsandi fyrir íslenska tungu.“ Hún hvatti til þess að sérstökum
kennslustundum yrði komið á til að bregðast við þessari þróun.
I Morgunblaðinu 16. ágúst 2005, þar sem vitnað er í orð Vigdísar, er einnig
vísað til þess að íslenskukennarar og fræðimenn staðfesti orð hennar. Þetta
fólk segir þverrandi orðaforða vera afleiðingu síminnkandi lesturs barna
á bókmenntum og lengri textum. Þau lesa einkum af tölvuskjám og skrifa
sms-skilaboð. Slíkt eykur ekki skilning á hefðbundnum textum, heldur hefur
lesskilningur barna farið þverrandi. „Eg rekst á æ fleiri nemendur sem aldrei
hafa lesið bók þegar þeir koma í framhaldsskóla,“ segir Halla Kjartansdóttir,
íslenskukennari í Menntaskólanum við Sund, og hún bætir við: „Það er eitt-
hvað að breytast og lesskilningi unglinganna hefur hrakað að undanförnu.
Skilningi á fomsögunum og hæfninni til að lesa þær hefur t. d. hrakað mikið
undanfarin ár. Þá kemur þessi þróun fram í ritsmíðum nemendanna. Þeir
virðast eiga í meiri erfiðleikum með að skrifa lengri texta og halda röklegum
þræði í gegnum ritsmíðamar.“ Og niðurstaða Höllu er sú að stytting náms til
stúdentsprófs sé glapræði. „Við þurfum að bæta í. Það þarf stórátak í íslensku-
kennslu.“
Auðvitað eru skiptar skoðanir um hvemig brugðist skuli við þessum
vanda. Svo mikið er búið að tala um fomeskjulega íslenskukennslu sem valdi
málótta og annarri óáran hjá nemendum, að margir vilja slá undan og leitast
við að nálgast nemendur á þeirra forsendum. En ekki eru allir kennarar á
því að sú leið sé heillavænleg. Inga Rósa Þórðardóttir, íslenskukennari við
Foldaskóla, segir í sama Morgunblaði: „Ég hef áhyggjur af undanláts-stefn-
unni sem ég heyri æ fleiri halda á lofti. Það sem áður var kallað villa er nú
kallað þróun. Og þessi þróun er eins konar skrímsli sem enginn virðist vilja