Andvari - 01.01.2005, Page 41
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
39
og talar síðan um að leiðin til að þroska þjóðirnar sé ekki sú að láta
einstaklinginn hverfa í fjöldann „heldur gera hvem einstakling lifandi
verðmæti í sjálfu sér, með ábyrgð á sjálfum sér. Og fámenni strjálbýlis-
ins kveður hlutfallslega fleiri til ábyrgðar en þéttbýlið, og því elur það
meiri manndómsþroska. í þéttbýlinu hugsa of fáir fyrir of marga“.65
Hér koma fram viðhorf, sem rekja má til franskra heimspekinga á 18.
öld og komu fram víða í Evrópu á 19. og 20. öld, einkum í frelsisbar-
áttu þjóða en hurfu svo í skuggann fyrir alþjóðahyggju. En meginefni
þessarar ræðu Þórarins Björnssonar á fullveldisfagnaði Stúdentafélags
Reykjavíkur 1954 var umræða hans um frelsi og menningu.
Hver sá, er menntaður vill teljast, verður að varðveita hug sinn sem lengst
frjálsan og opinn. Frjálslyndi og víðsýni er aðal sannrar menntunar. Öfgar og
ofstæki er ómenningar vottur og minnir á galdrabrennur liðinna tíma. Sönn
menning er hófsöm. Hún leitar jafnvægis andstæðnanna eins og fagurt lista-
verk. Hún lítur á margt, helst allt, en einblínir ekki á eitt. [...] Öfgarnar sjá hins
vegar það eitt, sem þeim hentar að sjá, en sníða hitt burt, hvort heldur það eru
óþægilegar staðreyndir eða höfuð á of stífum bol.66
Síðan ræðir hann um þróun sögunnar frá því liberalir eða frjálslyndir
börðust fyrir auknu frelsi og breyttum þjóðfélagsháttum og voru því
jafnframt radikalir eða róttækir. Því hafi liberalismi og radikalismi
farið saman og frelsið aukist, stjómfrelsi, trúfrelsi, skoðanafrelsi, rit-
frelsi, málfrelsi og athafnafrelsi. En í ákafa frelsisins hafi takmörkin
stundum gleymst því að frelsi sé „fólgið í því að mega gera allt það,
sem ekki er öðrum til meins. Þessi síðasta viðbót: „sem ekki er öðrum
td meins“ vildi stundum detta aftan af. Því var frelsið misnotað og
reyndist þá stundum aðeins réttur hins sterka til að traðka hinn veikari
bndir fótum. [...] Sakimar standa því þannig nú, að frjálslyndir menn
°g róttækir, sem í upphafi voru samherjar, eiga nú minni samleið. [...]
Frelsið var áður að berjast til landa, nú á það hendur að verja. [...] En
hættan kemur ekki aðeins að utan. Frelsisdýrkendur mega enn vara
Slg á sjálfum sér. Frelsinu stafar enn hætta innan frá, frá sjálfs sín eðli.
bví hættir alltaf til að telja sér of margt leyfilegt. Það frelsi, sem ekki
rnan að taka tillit til frelsis annarra, grefur undan sjálfu sér. Besta innri
vöm frelsisins er hófsöm meðferð þess. Tillitssemin, aðgátin við aðra
verður að vera frelsinu samfara, ef það á ekki að verða sjálfu sér að
bráð.“67
Það er ekki að furða þótt fólk upp á íslandi hrifist af þessari ræðu