Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 41

Andvari - 01.01.2005, Page 41
andvari ÞÓRARINN BJÖRNSSON 39 og talar síðan um að leiðin til að þroska þjóðirnar sé ekki sú að láta einstaklinginn hverfa í fjöldann „heldur gera hvem einstakling lifandi verðmæti í sjálfu sér, með ábyrgð á sjálfum sér. Og fámenni strjálbýlis- ins kveður hlutfallslega fleiri til ábyrgðar en þéttbýlið, og því elur það meiri manndómsþroska. í þéttbýlinu hugsa of fáir fyrir of marga“.65 Hér koma fram viðhorf, sem rekja má til franskra heimspekinga á 18. öld og komu fram víða í Evrópu á 19. og 20. öld, einkum í frelsisbar- áttu þjóða en hurfu svo í skuggann fyrir alþjóðahyggju. En meginefni þessarar ræðu Þórarins Björnssonar á fullveldisfagnaði Stúdentafélags Reykjavíkur 1954 var umræða hans um frelsi og menningu. Hver sá, er menntaður vill teljast, verður að varðveita hug sinn sem lengst frjálsan og opinn. Frjálslyndi og víðsýni er aðal sannrar menntunar. Öfgar og ofstæki er ómenningar vottur og minnir á galdrabrennur liðinna tíma. Sönn menning er hófsöm. Hún leitar jafnvægis andstæðnanna eins og fagurt lista- verk. Hún lítur á margt, helst allt, en einblínir ekki á eitt. [...] Öfgarnar sjá hins vegar það eitt, sem þeim hentar að sjá, en sníða hitt burt, hvort heldur það eru óþægilegar staðreyndir eða höfuð á of stífum bol.66 Síðan ræðir hann um þróun sögunnar frá því liberalir eða frjálslyndir börðust fyrir auknu frelsi og breyttum þjóðfélagsháttum og voru því jafnframt radikalir eða róttækir. Því hafi liberalismi og radikalismi farið saman og frelsið aukist, stjómfrelsi, trúfrelsi, skoðanafrelsi, rit- frelsi, málfrelsi og athafnafrelsi. En í ákafa frelsisins hafi takmörkin stundum gleymst því að frelsi sé „fólgið í því að mega gera allt það, sem ekki er öðrum til meins. Þessi síðasta viðbót: „sem ekki er öðrum td meins“ vildi stundum detta aftan af. Því var frelsið misnotað og reyndist þá stundum aðeins réttur hins sterka til að traðka hinn veikari bndir fótum. [...] Sakimar standa því þannig nú, að frjálslyndir menn °g róttækir, sem í upphafi voru samherjar, eiga nú minni samleið. [...] Frelsið var áður að berjast til landa, nú á það hendur að verja. [...] En hættan kemur ekki aðeins að utan. Frelsisdýrkendur mega enn vara Slg á sjálfum sér. Frelsinu stafar enn hætta innan frá, frá sjálfs sín eðli. bví hættir alltaf til að telja sér of margt leyfilegt. Það frelsi, sem ekki rnan að taka tillit til frelsis annarra, grefur undan sjálfu sér. Besta innri vöm frelsisins er hófsöm meðferð þess. Tillitssemin, aðgátin við aðra verður að vera frelsinu samfara, ef það á ekki að verða sjálfu sér að bráð.“67 Það er ekki að furða þótt fólk upp á íslandi hrifist af þessari ræðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.