Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 44
42
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
Hugsuður - heimspekingur
Heimspekileg hugsun Þórarins Björnssonar kom snemma í ljós. I skóla-
stíl sem hann skrifar á árum sínum í Gagnfræðaskólanum á Akureyri
veltir hann fyrir sér vináttunni. Þar koma þegar fram einkenni í hugsun
sem settu síðar mark á orð hans í ræðu og riti, skörp athyglisgáfa og
eftirtekt og frumlegar fullyrðingar en í þessum skólastíl segir hann:
„Þeir eru og meinbugir vináttunnar, að í skjóli hennar þróast stundum
illgresi ósjálfstæðisins.“70
Vináttan var Þórami Björnssyni alla tíð mikils virði og hann eignað-
ist marga góða vini um ævina. Fremstur í flokki vina hans var Sigurður
Guðmundsson skólameistari. Honum taldi Þórarinn sig eiga mest að
þakka, enda vitnar hann oft til vináttu sinnar við þennan velgjörða-
mann sem hann virti og dáði umfram aðra menn. Orðin í skólastílnum
forðum urðu á sinn hátt forspá um meinbugi vináttu Þórarins við Sig-
urð Guðmundsson því að í skjóli hennar þróaðist illgresi ósjálfstœðis-
ins. Lengi hugaði hann ekki að neinum breytingum á skipulagi skólans
og stjórn og vitnaði tíðum í orð Sigurðar skólameistara að breyta ekki
því sem vel hefði tekist. Þegar í fyrstu skólaslitaræðu sinni vitnar hann
til Sigurðar Guðmundsonar og síðan allar götur í flestum skólasetning-
ar- og skólaslitaræðum sínum.
Víða koma fram andstæður í orðræðum og heimspeki Þórarins
Bjömssonar. Bæði notar hann andstæður sem stílbragð, eins og gert er
í klassískri ræðulist, en auk þess koma fram andstæður eða mótsagnir í
röksemdafærslu hans. „Sjálfstæð athugun og heilbrigð skynsemi hafði
[í samfélaginu] þokað fyrir aðfenginni þekkingu, ólífrænn lærdómur
var kominn í stað lifandi hyggju og brjóstvits. Þetta er sú mikla vá,
sem er fyrir dyrum allra skóla. Þekking og kunnátta eru að sjálfsögðu
mikils virði og nauðsynleg, ekki síst á þeirri þekkingar- og tækni-öld,
sem við lifum á, en því aðeins kemur hún að gagni, að hún brjáli ekki
heilbrigt vit og hugsun. [...] Látið ekki lærdóminn gera ykkur ómann-
leg. Þá er hann aðeins menntunarlaus þekking. Þekkingin verður þá
fyrst menntun, er hún hefir verið krufin til mergjar af frjálsri og sjálf-
stæðri hugsun.“71
Frelsið er líka bæði gott og illt. í ræðu, sem hann flutti á hátíðarsam-
komu Verkalýðsfélags Akureyrar 1. maí 1944, ræðir hann um frelsið
sem tugmilljónir manna bíða eftir og þrá. „Frelsi er fólgið í því að geta
gert allt það, sem ekki er öðrum til meins, segir í mannréttindayfirlýsing-