Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 103

Andvari - 01.01.2005, Side 103
andvari RITHÖFUNDAR í ÚTLÖNDUM 101 Árið 1935 birtir Halldór Laxness grein íRauðum pennum sem hann nefnir „Borgaralegar nútímabókmenntir. Nokkrir aðaldrættir“ og fjallar þar um borgaralega höfunda sem stunda, eins og hann segir, endalaust fílósóferí á parkettgólfi innan rauðaviðarveggja, glitrandi orðavaðall og snilld- arlegir sleggjudómar með hliðsjón af Proust, Joyce, Lawrence, Dostojevski, drauma- bók Freuds, Þúsund og einni nótt á arabisku, kóraninum; tígrisdýrsfeldur á gólfinu; dýrmætur Micoque á veggnum. Maður fær þá hugmynd, að höfundurinn hafi fyrst og fremst ætlazt til að vera álitinn „heimsborgari" og fínn maður [,..].9 Hér er Joyce semsé ekki flokkaður sem sérlegur súrrealisti, eins og Laxness vildi seinna gera, heldur er hann í fylkingarbrjósti borgaralegra nútímahrær- inga í bókmenntum sem Laxness taldi ekki gagnast þeim skáldskap sem raun- verulega tækist á við samfélagið. Laxness virðist gera ráð fyrir að íslenskir lesendur átti sig á hvaða menn þetta séu, Proust og Joyce, já og Lawrence (líklega D.H. fremur en T.E.). Þarf kannski ekki einu sinni að kynna þá? Þessi spuming vaknar í tengslum við fyrsta verk Joyce sem þýtt er á íslensku, en það er sagan „A Little Cloud“ úr sagnasafninu Dubliners, sem Ingólfur Pálmason þýðir og birtir í Tímariti Máls og menningar árið 1946 undir titlinum „Skýjaborg“. Það er býsna frjálsleg þýðing á titlinum sem breytist úr skýhnoðra í skýjaborg, þótt sá titill sé kannski ekki óviðeigandi í ljósi smásögunnar. Sögunni fylgir kynning á Joyce, fyrsta „formlega" kynn- ingin sem ég veit til að birst hafi á íslandi. Hún er svohljóðandi (og ætla verður að hún sé eftir þýðandann þótt ekki sé það öruggt): James Joyce, höfundur þeirrar smásögu, sem hér er þýdd, var einn frægasti rithöfundur þessarar aldar. Hann var fri, fæddur í Dublin árið 1882, og þar fékk hann menntun sína. Síðan dvaldist hann mest utan föðurlands síns, í París, Róm, Trieste, Zúrich, og í þeim borgum skrifaði hann frægustu skáldsögu sína Ulysses (Ódysseif) á árunum 1914-1921. Sú bók, sem er nær 1000 síður að lengd, lýsir einum degi í lífi nokkurra Dublinbúa. Hún varð mjög umdeild, þegar hún kom út, prentuð í París, og var lengi bönnuð í Bretlandi og Bandaríkjunum, og heil upplög voru brennd. - Aðrar helztu bækur þessa höfundar eru: Dubliners 1914, smásagnasafn, sem sagan hér að framan er þýdd úr; A Portrait of the Artist as a Young Man 1916 og Finnegan’s Wake, verk það, sem hann vann að frá því Ulysses kom út og því nær til dauða síns, 1941.10 Þótt Joyce sé sagður hafa verið „einn frægasti rithöfundur þessarar aldar“ er samt greinilega talin þörf á grundvallarkynningu á honum hér á landi. I umsögninni birtist því viss togstreita frægðar og skjalfestrar kynningar. Ann- arsvegar er höfundurinn alþjóðlega „frægur“ og ætla má að margir íslend- ingar viti af honum, hinsvegar er hann að stíga sín fyrstu spor sem höfundur á íslensku. Segja má að hér sé um að ræða mismunandi tegundir „inngöngu“ 1 bókmenntakerfið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.