Andvari - 01.01.2005, Síða 104
102
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
Mörg ár liðu áður en önnur saga eftir Joyce birtist á íslensku. Dubliners er
merkilegt smásagnasafn, m.a. vegna þeirrar heildarmyndar sem í því birtist
og sérhver saga safnsins öðlast umframgildi sem hluti þeirrar myndar. Þessi
sagnasveigur birtist ekki fyrr en löngu síðar sem heild á íslensku. „Skýja-
borg“ ein og sér fellur vel inn í þá raunsæislegu smásagnahefð sem mótast
hafði á Islandi á millistríðsárunum og snýst ekki síst um stöðu smælingjans,
„litla mannsins“ í samfélaginu. Þótt þessi maður sé grunnstærð í mannfélag-
inu verður hann iðulega fómarlamb þess í slíkum sögum. Skýhnoðrinn Litli-
Chandler er slíkur smælingi og því mátti kannski fella þessa sögu að ráðandi
viðmiðum íslenskrar sagnagerðar, líkt og gerist í viðtökum Vögguvísu. Hins-
vegar má einnig velta fyrir sér hvort sagan hafi höfðað til þýðanda (eða ann-
arra sem stóðu að vali hennar til þýðingar) vegna þeirra dæmigerðu nýlendu-
og eftirlendueinkenna sem finna má í henni, en í þeim efnum eru vissulega
ýmsar hliðstæður með íslandi og írlandi. Litli-Chandler hittir gamlan félaga
sinn, Ignatius Gallaher, sem fluttist til London, hefur vegnað vel þar og
kemur nú sem heimsmaður í heimsókn til Dyflinnar og „gamla landsins“.
Chandler hafði verið um kyrrt í nýlenduborginni og hann er sýndur í vanmátt-
ugum, jafnvel „kvenlegum“ stellingum andspænis Gallaher. Sá síðamefndi
talar fjálglega um framandi konur og borgir, en Chandler hefur ekki komist
lengra en til „the Isle of Man“,n sem verður að teljast kaldhæðnislegt ömefni
í þessu samhengi. Kaldhæðnin skilar sér ekki fyllilega á íslensku: ,,„Ég hef
farið til eyjarinnar Mön,“ sagði Litli-Chandler"12 - en nægilega þó til að
íslenskur lesandi ætti að geta séð sjálfan sig í þessum eyjarspegli.
A þessum tíma, eftir síðari heimsstyrjöld, kappkostar Island - sem eins og
Irland er fyrrum nýlenda og nú eftirlenda - hinsvegar að brjóta slíka spegla.
Hið nýja lýðveldi er annað og meira en lítil eyja í miklu hafi og áherslan
á „þéttingu" þjóðernisins í menningarefnum (en þá viðleitni má vissulega
rekja lengra aftur í tímann) leiðir meðal annars til þess að íslendingar van-
rækja útlagahöfunda sína svo rækilega að það hefur allt til þessa dags reynst
örðugt að hnýta þá menningarþræði. Jafnvel rómaðar þýðingar Magnúsar
Asgeirssonar og Halldórs Laxness á verkum Gunnars Gunnarssonar dugðu
ekki til að halda Gunnari í miðju hins íslenska bókmenntakerfis. Stephan G.
Stephansson er undantekningin, enda orti hann í senn á íslensku og sannfærði
landann um að hugur hans og hjarta bæru mót „heimalandsins“.
Þarna kann að felast ein skýringin á áhugaleysi Islendinga á írskum útlaga-
höfundi sem átti í erfiðu og flóknu sambandi við sitt heimaland. Eftir að
Ingólfur Pálmason birtir þýðingu sína á „A Little Cloud“ er ekkert þýtt eftir
Joyce í fimmtán ár, þótt frægð hans færi mjög vaxandi á Vesturlöndum á
þeim tíma.