Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Síða 109

Andvari - 01.01.2005, Síða 109
ANDVARI RITHÖFUNDAR { ÚTLÖNDUM 107 Hér gefst ekki það rými sem hafa þyrfti til að ræða ítarlega og gagnrýna málflutning Halldórs, eins og þó væri vert, því hann var vafalaust einn áhrifa- mesti þátttakandi í íslenskri menningar- og bókmenntaumræðu um alllangt skeið á tuttugustu öld. Sú röksemd hans að þar eð módemisminn sé kominn til ára sinna erlendis eigi hann ekkert erindi til íslands er afar hæpin. Hið sama má segja um „upphafningu" einnar skáldsögu, sem síðar er látin vera fulltrúi bókmenntasköpunar sem eigi jafnframt endastöð sína í einmitt þessu afbrigðilega verki, sem er eiginlega skrímsli, og með því hafi hinum veiga- minni pródúktum „surrealismans“ verið rutt út af borðinu. Einnig má benda á að Ulysses er langt frá því að vera „þjóðfélagslaust appírat“, þótt sagan miðli samfélaginu vissulega á annan hátt en Laxness hafði gert í raunsæissögum sínum. En með skrifum sínum hefur Halldór Laxness þó ekki aðeins viðurkennt nærveru Joyce, heldur dregið útlínur mikilvægra bókmenntalegra og fagur- fræðilegra ágreiningsmála. Að vissu marki má líta á þetta sem átök tveggja „stórra“ höfunda. Þegar Laxness skrifaði Skáldatíma var hann orðinn ótví- ræður fursti íslenskra nútímabókmennta og einkum allt að því óskoraður leiðtogi íslenskrar skáldsagnagerðar. Joyce var enn á jaðri hins íslenska bókmenntaheims og þó gátu þeir sem á annað borð höfðu áhuga á evrópskri og alþjóðlegri sagnalist vart horft framhjá honum. Joyce stóð beinlínis á íslenskum menningarmörkum, öðrum þræði fulltrúi þess annarleika sem ein- kennir slík mörk. Beint og óbeint viðurkennir Laxness þetta, vekur beinlínis á því athygli, þótt hann leitist jafnframt við að halda Joyce í fjarlægð með því að lýsa skáldsögu hans sem óskapnaði og vísa fagurfræði hennar til fortíðar. Þessi átök öll mynda í raun flókinn mælskufræðilegan vef þar sem Laxness leitast við að gera upp við og komast framhjá Joyce, skrifa hann út fyrir mörkin, en með þeim gjörningi verður hann þó einnig fyrstur til að skrifa hann inn í íslenska bókmenntaumræðu svo nokkru nemi. VII í skrifum Halldórs Laxness um Joyce má því sjá hvemig brestir hafa myndast í vamargarði sem hélt módemismanum frá íslensku bókmenntalífi. Menning- arlandslagið er tekið að breytast. Miklar sviptingar urðu í ljóðlist frá og með lokum fimmta áratugarins og þeirra mátti einnig sjá stað í smásögunni, eins og áður sagði. Og umræðuvettvangurinn fór að breytast. Tímaritið Lífog list sýndi módemismanum áhuga og hið sama á við um sum önnur tímarit, m.a. hinn metnaðarfulla en skammlífa Vaka, og svo sérstaklega um Birting, sem varð á ýmsan hátt vettvangur módemískrar vakningar. Einmitt þar birtist loks önnur Joyce-þýðingin árið 1961, smásagan „Counterparts“ úr Dubliners í þýðingu Geirs Kristjánssonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.