Andvari - 01.01.2005, Page 116
114
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
þetta meistaraverk.“ Fyrir þetta fvrra bindi þá væntanlega, en varla vísar
titill ritdómsins, „Bók aldarinnar" þó til þessa helmings verksins á íslensku
heldur líklega til frumtextans, eða hugsanlega til verksins í víðara skilningi, í
ýmsum birtingarmyndum þess og snertiflötum, sem sumir hafa verið nefndir
á þessum blöðum. Gagnrýnandinn hrósar semsé Sigurði fyrir þýðinguna en
segist þó ósáttur við þýðinguna á titlinum. Bókin hafi orðið heimsfræg undir
heitinu Ulysses og „því átti hún að bera það líka á íslensku. Þetta var meira
en óþarft að þýða.“37 Þetta er í sjálfu sér áhugavert umræðuefni. Með því að
nota íslenska afbrigðið af nafni hinnar forngrísku hetju í stað þess latneska
sem Joyce kaus sér, byggir þýðandinn vissa „heimkomu“ inn í titilinn, en
heimkoma er stórmál í skáldsögunni rétt eins og í Hómerskviðunni sem er
einn helsti undirtexti skáldsögunnar. Sigurður undirstrikar semsé að nú hafi
þetta verk siglt í íslenska höfn og Odysseifur leggur væntanlega að bakka
næst Odysseifskviðu, þ.e. þýðingu Sveinbjamar Egilssonar á hinu fræga
sögukvæði.
Hvort sem þessi viðlíking þykir standast eður ei, þá er ljóst að með
þýðingunni á Ulysses er ein mikilvægasta skáldsaga Vesturlanda orðin hluti
af íslenskum bókmenntum og íslenskum málheimi. Jafnframt hefur dregið
verulega úr því misræmi milli þjóðlegra áherslna og alþjóðlegrar umræðu,
sem áður var getið um. Verk Joyce eru tekin til umræðu á víðara grund-
velli en fyrr. I áðumefndu hefti Tímarits Máls og menningar 1994 eru þrjár
greinar um Joyce: Sigurður A. Magnússon skrifar ævisögulega yfirlitsgrein
um bernsku og mótunarár Joyce, Soffía Auður Birgisdóttir skrifar grein um
kynferði, sýniþörf og gægjufíkn í Odysseifi og Sverrir Hólmarsson rýnir í
sjöunda kafla Odysseifs, en sá kafli hefur verið nefndur „Eólus" eftir ráðs-
manni vindanna í Odysseifskviðu,38 Ari síðar birti Sigurður framhaldsgrein
þar sem hann rakti áfram ævi- og starfsferil skáldsins.39 Nokkrum árum síðar
birti Svavar Hrafn Svavarsson grein um tengsl Odysseifs við hina forngrísku
Hómerskviðu.40
Að sönnu eru Joyce-fræði enn fyrirferðarlítil á íslandi, en þó hefur mik-
ilvægur grunnur verið lagður. Ritað hefur verið á íslensku um ævi- og
starfsferil skáldsins og einstakir þættir verka hans, einkum skáldsögunnar
Odysseifs, teknir til athugunar af íslenskum fræðimönnum. Og þýðingamar
sjálfar eru auðvitað mikilvægir þættir í því starfi sem framundan er. Þær hafa
enn lítt verið kannaðar og þessari grein var ekki ætlað það hlutverk að bæta
úr því.41 En í því sambandi er nauðsynlegt að benda á að Sigurður A. Magn-
ússon hefur bætt um betur síðan Odysseifur kom út, því árið 2000 birtist
þýðing hans á skáldsögu Joyce, A Portrait ofthe Artist as a Young Man, sem
Sigurður nefnir Æskumynd listamannsins. Henni fylgir allítarlegur formáh
þýðandans þar sem m.a. er vikið að túlkunum erlendra fræðimanna á verk-
inu.42 Þessi mikilvæga skáldsaga hefur farið alltof hljótt hér á landi. Hugsan-