Andvari - 01.01.2005, Side 123
ANDVARI
UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS
121
dirfsku skáldsins, en kallaði bókina „tilraun“, Vennberg lofaði „eldfjallabál
mikillar ljóðlistar", en neikvæðari þóttu orð hans: „ljóðrænar kjarnorku-
sprengingar“. En þessir ritdómar urðu þó til þess að Lindegren fékk starf sem
ritdómari víða, einnig þýddi hann töluvert á þessum árum, m.a. Paul Valéry,
Faulkner og T.S. Eliot. Smám saman vann bókin á, og 1946 var hún endur-
útgefin af höfuðforlagi Svía, Bonnier. Göransson segir (bls. 227): að bókin
sé eitt sérstæðasta ljóðasafn sænskrar tungu, og jafnframt eitt hið mikilvæg-
asta. Á næstu árum eftir útkomu bókarinnar hafi ungt bókmenntafólk gripið
hana sem túlkun á reynslu kynslóðar sinnar. Sjaldan hafi hún verið stæld, en
óbeint hafi ljóðstíll hennar og afstaða („ideologiska hállning“) haft víðtæk
áhrif. Eftir það birti Lindegren ljóð um einstök surrealísk málverk í bók um
slíka málara, Halmstadgruppen, en fæst þeirra ljóða þóttu verð að komast
með í ljóðasafn hans síðar. Sama ár, 1947, birtist svo ljóðabók hans, Sviter,
en loks Vinterojfer 1954. Einungis þessar þrjár síðustu bækur eru í ljóðasafni
Lindegrens. Göransson (bls. 230) gerir ráð fyrir að hann hafi ekki ort síðasta
hálfan annan áratuginn, því hann hafi alltaf leitað nýrra leiða, þegar hann
þóttist kominn eins langt og hann gat á tiltekinni leið, sú fullkomnunarhneigð
hafi loks leitt hann til þagnar. Hvað sem því líður, varðar það ekki þessa
umfjöllun, sem snertir eingöngu mannen utan vág.
Peter Hallberg fjallar um þennan ljóðabálk í einum kafla síns mikla verks
Diktens bildsprák, 1982. Hann gerir fyrst (bls. 522 o.áfr.) grein fyrir umfangi
ljóðabálksins og formi3. Hann skiptist í 40 ljóð. Hvert þeirra er sjö línupör,
þetta eru þá einskonar sónhendur, en með óvenjulegri uppsetningu þó, því
venjan er annaðhvort tvö fjögurra lína erindi og tvö þriggja lína (ítalskar són-
hendur), eða þrjú fjögurra lína erindi auk línupars (Shakespeare-sónhendur).
Hér eru ljóðlínur auk þess mjög mislangar, allt frá 11 atkvæðum upp í 17.
Ekki er endarím, og hrynjandi er óregluleg, svo kalla mætti ljóðabálkinn
lausamál gætt hrynjandi, segir Hallberg (s.st.) en þeirri lýsingu andmælir
Göransson (bls. 228), og segir að Lindegren hafi einmitt risið gegn slíku,
sem tíðkast hafði á 4. áratugnum í Svíþjóð, en í því hafi Arthur Lundkvist
verið fremstur. Nokkuð ber á stuðlun og endurtekningum á orðskipan, auk
þess sem fyrir kemur að sama sérhljóð ríki í áhersluatkvæðum flestra orða í
línupari. Setningaskipan er jafnan eins og í venjulegu máli, en gegn þessari
reglufestu kemur sundrað myndmál (Göransson, 227). Fyrirmynd þessa sér-
stæða sónhenduforms var ljóðabálkur eftir Englendinginn Lawrence Durrel,
segir Göransson (bls. 228). Ekki sé ég þó annan svip en að nokkur kvæða
Durrels eru sett upp í línupör. Linder (bls. 839) nefnir Dylan Thomas sem fyr-
irmynd Lindegrens í þessu formi. Og eins og vikið verður að síðar, líkist bæði
bragarháttur og Ijóðmál mannen utan vág sónhendusyrpu eftir Thomas.
Hallberg segir (bls. 524-5) að svo njörvað sem form mannen utan vág
megi þykja, þá sé erfitt að ná merkingarlegu samhengi í því, andstæð fyrir-