Andvari - 01.01.1945, Qupperneq 7
ANDVAltl
Þorsteinn Gíslason.
Eftir Alexander Júlmnnesson.
SjálfstæSisbaráttu íslendinga er lokið, og í sögu þjóðar-
innar er runnið upp nýtt tímabil, er glæstar vonir standa til.
En sigurhátíðin 17. júní 1944 á sér langa sögu að baki. íslend-
ingar hefðu aldrei náð settu marki, ef þjóðin hefði ekki á und-
anförnum áratugum átt ýmsum mönnum á að skipa, er gerð-
ust forustumenn i landsmálabaráttunni, minntu þjóðina á
forna frægð og frelsi, sköruðu í glæður ættjarðarástarinnar,
eggjuðu til dáða og gengu ótrauðir fram í fyllcing þeirra
nianna, er kepptu allir að sama marki, fullkomnu sjálfstæði
«g stofnun lýðveldis, þótt greint hafi á um, hverjar leiðir skyldi
fara. Átökin hörðnuðu eftir Jdví sem á leið baráttuna, og í þess-
uni hópi ber mest á stjórnmálamönnum, er völdu leiðirnar,
skáldum, er blésu kjarki í þjóðina, og blaðamönnum, er gerð-
11 st samstarfsmenn beggja, skýrðu málin og' fluttu eggjunar-
°rð. En auk þessara eiga athafnamenn þjóðarinnar, bændur
°g búalið, sjómenn og verkamenn, einnig sinn mikilvæga þátt
1 hinum gifturíku málalokum aldalangrar barátlu. Margir þess-
ura manna eru nú fallnir í valinn, en úr móðu tímans rísa
einstakar myndir og birtast á veggtjaldi sögunnar og verða
°it skýrari efir því sem lengra líður frá dauða þeirra.
Einn af þessum mönnum var Þorsteinn Gíslason, skáld og
ntstjóri, sem mun hafa haft lengri blaðamennskuferil að baki
en nokkur annar íslendingur, eða nærfellt 43 ár, og stóð um
iungt skeið í fremstu víglínu í styr stjórnmálabaráttunnar á
nierkasta æviskeiði þjóðarinnar.
I.
Þorsteinn Vilhjálmur Gislason var fæddur 2fi. jan. 1867 í
Stærra-Árskógi við Eyjafjörð og var af merkum ættum kom-