Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 8

Andvari - 01.01.1945, Page 8
4 Alexander Jóhannesson ANDVAIU inn. Faðir hans var Gísli skipstjóri Jónasson, Jónssonar, ætt- aður úr Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, en móðir hans var Ingunn Stefánsdóttir, umboðsmanns á Snartarstöðum í Núpa- sveit, en Stefán var kvæntur Þórunni Sigurðardóttur Guð- mundssonar sýslumanns í Krossavík, er kallaður var „hinn ríki“, Péturssonar og hróðir Sigurðar skálds Péturssonar, og er ættin rakin til Stefáns Ólafssonar skálds í Vallanesi (d. 1688), sem var annað liöfuðskáld sinnar aldar á íslandi. Þeir langfeðgar, Guðmundur ríki og forfeður hans, höfðu, hver fram af öðrum, verið sýslumenn í Múlaþingi. Afi Guðmundar ríka sýslumanns var Þorsteinn, er ferðaðist um Iand allt með Harboe, er Danastjórn sendi hingað til þess að kynna sér skólamál og menntunarástand þjóðarinmar. Móðurafi Þor- steins, Stefán, var Jónsson prests Stefánssonar að Helgastöð- um í Reyltjadal í Þingeyjarþingi. Þorsteinn ólst upp í Stærra-Árskógi til 5 ára aldurs, en flutt- ist þá austur á land og ólst þar upp til 19 ára aldurs, lengst af í Kirkjubæ í Hróarstungu. Á þessum árum vaknar mennta- þrá hans, og hann kynntist ritum ýmissa skálda, Hfs og lið- inna. Hann hefur löngu seinna í ræðu (1934) lýst þessum upp- vaxtarárum sínum og minnzt æskustöðvanna. Farast honum m. a. þannig orð: „í sálum mannanna eru bæði útþrá og heimþrá ríkar til- finningar. Ég fann til útþrárinnar í ríkum mæli, þegar ég var unglingur austur á Fljútsdalshéraði. Hún mun liggja í eðli æslcunnar, en heimþráin vera eðlilegri efri árunum. Ég held, að þegar útþránni hefur verið fullnægt, þá fæðist heimþráin. Það er eitthvert óskiljanlegt band milli mannsins og átthag- anna, eins og það er líka meðsköpuð þrá, sem knýr æslcuna til að leita út á við. Það er eitthvað í eðli okkar, sem minnir á farfuglana. Hvers vegna koma þeir og leita uppi sama blett- inn til sumardvalar ár eftir ár? Og hvers vegna leitar laxinn óhjákvæmilega upp í ána, þar sem hann lifði fyrsta æviskeið sitt, þó að hann hafi farið langar leiðir um veraldarhöfin? Og slcógarhríslan, sem föst er í jarðveginum, keppist við að senda greinar sinar sem lengst frá stofninum í leit eftir meira

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.