Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 10

Andvari - 01.01.1945, Side 10
6 Alcxander Jóhanncsson ANDVARI pilta í skólann og úr honuin, ýmist á sjó eða landi, voru hress- andi ferðalög, enda þótt haustferðirnar gengju stundum slörk ulega.“ Laulc hann stúdentsprófi 1892, sigldi til Kaupmannahafnar og tók að nema norræna málfræði við háskólann og hafði hók- menntasögu sem aðalnámsgrein. Hugðist hann að kanna ís- lenzkar bókmenntir síðari alda og vildi semja ritgerð um þær til meistarapröfs, líkt og dr. Jón Þorkelsson, síðar þjóðskjala- vörður, liafði samið sina ritgerð uin skáldskap á 15. og l(i. öld á íslandi. En heimspekideild neitaði honum um að velja slíkt viðfangsefni. Þorsteinn skrifaði kennslumálastjórn Dana um þetta 2. febr. 1895 og fékk svar 8. marz. Var þar sagt, að ekki mætti hafa íslenzkar bókmenntir eftir 1750 að sérstakri námsgrein: „Þetta hefur aldrei verið leyft, og enginn náms- maður hefur fyrr beðið um slíkt. Háskóladeildin, sem samlcv. opnu bréfi 10. ág. 1848 ákveður þær kröfur, sem gerðar eru lil hvers einstaks manns við meistaraprófin, hcfur við ]>essi próf í norrænu aldrei lagt neina áherzlu á þær bókmenntir, sem hafa smám saman komið upp á íslandi síðan þekking á og smekkur fyrir fornum bókmenntum svo að segja stein- dó, sem varð hér um bil um 1500. Fornislenzkar bókmenntir eru að sjálfsögðu ein allra mikilvægasta grein norrænnar mál- fræði, en nýíslenzku bókmenntirnar eftir hérumbil 1500 hafa mjög Htið gildi fyrir þessa vísindagrein í heild sinni.“ Það ræður að líkum, að hinum unga stúdent hafi sárnað þessi lítilsvirðing danskra yfirvalda á íslenzkum bókmennt- um síðari alda. Þorsteinn ritaði alllanga grein í Sunnanfara i apríl 1895 og gagnrýndi úrskurð háskólans og benli þar á nauðsyn þess að rannsaka miðakla og nýrri bókmennlir ís- lendinga og gefa þær út; hann sýndi og fram á samhengi ís- lenzkra bókmennta allt frá því í fornöld og að bókmenntir og andlegt líf hefði aldrei fallið niður á íslandi. í grein þessari komst hann m. a. svo að orði: „Það er að öllu sami lúalegi hugsunarhátturinn, sem nú kemur fram hjá hinum dönsku háskólakennurum gagnvart

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.