Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 11

Andvari - 01.01.1945, Page 11
ANDVAHI Þorstcinn Gislason 7 íslandi og jafnan lýsti sér hjá stjórnmálamönnum þeirra um miðbik þessarar aldar, þegar gera álti ísland að þúfu í Dan- mörku, fóttroða forn lög þess og rétt og einskisvirða þjóð- réttindi íslendinga .... En útlegðardómur sá, sem nú er upp- kveðinn við háskóla Dana yfir öllum íslenzkum ritum frá 1500, er atriði, senj mjög ætti að styrkja kröfu íslands um að fá stofnaðan innlendan háskóla og hlýtur einnig að verða mönnum hvatning til að leggja allt kapp á það mál.“ Urðu mildar æsingar um jjetta mál meðal íslendinga í Ivaup- mannahöfn, og varð það til þess, að kröfur voru nú bornar fram um stofnun háskóla á íslandi. Raunar hafði áður verið hreyfing í þessu máli. Jón Pétursson háyfirdómari liafði vakið máls á því 1865, að stofnað vrði fast kennaraembætti í sögu Islands og fornfræðum, og Benedikt Sveinsson sýslumaður barðist um langt skeið fyrir stofnun háskóla og bar frumvarp fram á Alþingi um þetta, og að lolrum var það samþykkt, en var synjað staðfestingar af konungi. Þorsteinn Gíslason mun hafa verið sá fyrsti, er gerði þá kröfu að stofna háskóla mcð fjórum deildum með því að sameina embættaskólana þrjá og bæta við fjórðu deildinni fyrir íslenzk fræði, eins og síðar varð. En ekki blés byrlega fyrir þessu máli íneðal Hafnar- stúdenta, því að á stúdentafundi, er haldinn var 5. maí 1894 á Borch’s Collegium, greiddu 20 íslenzkir stúdentar atkvæði gegn tillögu um stofnun háskóla, en einn greiddi atkvæði með, og Var það Þorsteinn Gíslason og gat þess, að hann greiddi at- kvæði með háskóla, er hefði fjórar deildir. Þegar svo var komið málum, hvarf Þorsteinn frá námi og snéri sér að öðrum viðfangsefnum. Hann var nú farinn að fást V»S skáldskap og ritstörf, gaf úr Kvæði (1893) og gerðist rit- stjóri „Sunnanfara“ 1894, keypti hann 1896 og fluttist til Heyltjavíkur og gaf hann út til 1898. En jafnframt byrjaði bann á stjórnmálaritstjórn, gerðist um skeið meðritstjóri Ein- Ul's Benediktssonar við „Dagskrá“, en hvarf þaðan brátt og sl°fnaði blaðið „Island“ 1897. „ísland“ var skilnaðarblað, og belt Þorsteinn því úti í tvö ár. Eftir það fluttist hann til Seyð-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.