Andvari - 01.01.1945, Síða 12
8
Alexander Jóhanncsson
AXDVABI
isfjarðar og tók við ritstjórn „Bjarka“, fyrst með Þorsteini
Erlingssyni, en einn, er hann lét af ritstjórn. Var Þorsteinn
ritstjóri Bjarka til 1904.
Nú urðu þáttaskipti í ritstjórnarsögu Þorsteins. Stjórnin
á málefnum íslands var flutt inn í landið og einum þætti
stjórnarskrárbaráttunnar við Dani Iokið. Hannes Hafstein
verður fyrsti innlendur ráðherra, og ýmsir stjórnmálamenn,
aðallega gamlir Valtýingar, stofna hlöðin „Lögréttu“ í Reykja-
vík og „Norðra" á Akureyri. Þorsteinn verður ritstjóri „Lög-
réttu“ og er það óslitið síðan. „Lögrétta" styður Heimastjórn-
arflokkinn og verður um skeið eitt áhrifamesta stjórnmála-
blað landsins, og fylgdi blaðið jafnan Heimastjórnarflokknum,
allt til loka ríkisréttardeilunnar. Var Þorsteinn um tíma í
miðstjórn Heimastjórnarflokksins og í stjórn stjórnmálafé-
lagsins Fram og formaður þess urn tíma og lét stefnu flokks-
ins mikið til sin taka. 1920 gerðist Þorsteinn ritstjóri „Morg-
unblaðsins“, sem studdi ráðuneyti Jóns Magnússonar, og varð
„Lögrétta“ þá landsblað „Morgunblaðsins“. En þessi sam-
vinna stóð aðeins í fá ár, og lét Þorsteinn af ritstjórn „Morg-
unblaðsins" 1924 og dró sig að mestu út úr stjórnmálum. „Lög-
rétta“ gerðist nú aðallega frétta- og bókmenntablað, og síðar
var henni breytt í ársfjórðungsrit, og kom hún út þangað til
1936, er Þorsteinn var sjötugur.
Um svipað leyti og „Lögrétta“ var stofnuð, tók Þorsteinn
að gefa út ritið „Óðin“, sem var gagnmerkt tímarit, flutti Ijóð-
mæli, leikrit, skáldsögur, tónverk og margvíslegan fróðleik
og mjög mikið af æviágripum og myndum merkra manna og
kvenna og hefur því mikið sagnfræðilegt og þjóðfélagslegt
gildi. „Óðinn“ kom út fram til ársins 1938.
Þorsteinn fékkst við mörg önnur störf, auk stjórnxnálastarf-
seminnar og blaðamennskunnar. Hann rak lengi stórt bóka-
forlag, bókaverzlun og prentsmiðju. Var hann þá um skeið
formaður Blaðamannafélagsins og Bóksalafélagsins. Hann
gerði sér far um að vanda útgáfur þeirra rita, er hann sá uni-
Hann þýddi margar ágætar bækur, og eru meðal þeirra „Árni“
eftir Björnstjerne Björnson (1897), „Quo vadis?“ eftir Sien-