Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1945, Síða 12

Andvari - 01.01.1945, Síða 12
8 Alexander Jóhanncsson AXDVABI isfjarðar og tók við ritstjórn „Bjarka“, fyrst með Þorsteini Erlingssyni, en einn, er hann lét af ritstjórn. Var Þorsteinn ritstjóri Bjarka til 1904. Nú urðu þáttaskipti í ritstjórnarsögu Þorsteins. Stjórnin á málefnum íslands var flutt inn í landið og einum þætti stjórnarskrárbaráttunnar við Dani Iokið. Hannes Hafstein verður fyrsti innlendur ráðherra, og ýmsir stjórnmálamenn, aðallega gamlir Valtýingar, stofna hlöðin „Lögréttu“ í Reykja- vík og „Norðra" á Akureyri. Þorsteinn verður ritstjóri „Lög- réttu“ og er það óslitið síðan. „Lögrétta" styður Heimastjórn- arflokkinn og verður um skeið eitt áhrifamesta stjórnmála- blað landsins, og fylgdi blaðið jafnan Heimastjórnarflokknum, allt til loka ríkisréttardeilunnar. Var Þorsteinn um tíma í miðstjórn Heimastjórnarflokksins og í stjórn stjórnmálafé- lagsins Fram og formaður þess urn tíma og lét stefnu flokks- ins mikið til sin taka. 1920 gerðist Þorsteinn ritstjóri „Morg- unblaðsins“, sem studdi ráðuneyti Jóns Magnússonar, og varð „Lögrétta“ þá landsblað „Morgunblaðsins“. En þessi sam- vinna stóð aðeins í fá ár, og lét Þorsteinn af ritstjórn „Morg- unblaðsins" 1924 og dró sig að mestu út úr stjórnmálum. „Lög- rétta“ gerðist nú aðallega frétta- og bókmenntablað, og síðar var henni breytt í ársfjórðungsrit, og kom hún út þangað til 1936, er Þorsteinn var sjötugur. Um svipað leyti og „Lögrétta“ var stofnuð, tók Þorsteinn að gefa út ritið „Óðin“, sem var gagnmerkt tímarit, flutti Ijóð- mæli, leikrit, skáldsögur, tónverk og margvíslegan fróðleik og mjög mikið af æviágripum og myndum merkra manna og kvenna og hefur því mikið sagnfræðilegt og þjóðfélagslegt gildi. „Óðinn“ kom út fram til ársins 1938. Þorsteinn fékkst við mörg önnur störf, auk stjórnxnálastarf- seminnar og blaðamennskunnar. Hann rak lengi stórt bóka- forlag, bókaverzlun og prentsmiðju. Var hann þá um skeið formaður Blaðamannafélagsins og Bóksalafélagsins. Hann gerði sér far um að vanda útgáfur þeirra rita, er hann sá uni- Hann þýddi margar ágætar bækur, og eru meðal þeirra „Árni“ eftir Björnstjerne Björnson (1897), „Quo vadis?“ eftir Sien-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.