Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 13

Andvari - 01.01.1945, Page 13
A.NDVAItt Þorsteinn Gislason 9 kiewitz (1905), „Sjómannalíf“ eftir Kipling (1907), „ívar Hlú- járn“ eftir Walter Scott (1910), „Drengurinn“ eftir Gunnar Gunnarsson (1920), „Ævisaga Krists“ eftir Papini (1925), „Konungsefnin“ eftir Ibsen (flutt í útvarpi 1935) og sögur eftir Chamisso, Zola og Maupassant. Hann birti og neöan- máls í blöðum sinum og í „Óðni“ mörg úrvalsskáldrit, er hann síðar gaf út sérprentuð. Má þar nefna sum af sltáldverkum Jóhanns Sigurjónssonar og Matthíasar Jochumssonar, og einnig gaf hann út ýmis rit Jóns Trausta. Hann sá um nýja útgáfu af Friðþjófssögu, og hann bjó undir prentun öll ljóð- mæli Matthíasar Jocbumssonar, sem gefin voru út í einu bindi á kostnað Magnúsar, sonar skáldsins, en um gerð þessarar bókar var fylgt enslcri fyrirmynd um útgáfu á ljóðum stór- slcálda. Hann gaf einnig út Ritsafn Gests Pálssonar 1928, Úr- valsljóð Hannesar Hafsteins 1937 og Benedikts Gröndals 1938. Þorsteinn hafði allmikil afskipti af félagslífi í Reykjavílc um langt skeið. Hann var um tíma leiðbeinandi Leikfélags Reykja- víkur. Hann stóð að stofnun Norræna félagsins, hann kom íram fvrir hönd íslands á hátíðahöldum í Danmörku 1920 vegna sameiningar Danmerkur og Norður-Slésvíkur, og til Noregs var hann boðinn með Indriða Einarssyni á aldaraf- mæli Henriks Ibsens. Hann samdi fjölda söngtexta fyrir söng- iélög Sigfúss Einarssonar og fleiri, og' er þá að finna í ýms- um sönglagaheftum. Mörg íslenzk tónskáld hafa samið lög við kvæði lians. Hann tók um skeið mikinn þátt í starfsemi Góð-templara og sat á stórstúkuþingum. Auk þýðinga þeirra og rita annarra manna, er Þorsteinn gaf l*t, komu út eftir sjálfan hann: Noklcur kvœöi 1904, LjóÖ- mæli 1920 og Önnnr Ijóömæli 1933, en auk þess Riss 1905 og Dægurflugur 1925. „Riss“ er smásafn af haglega gerðum grein- uni, skáldlegs eðlis, og kemur þar fram kímnigáfa Þorsteins, er einlcum birtist í „Dægurflugum“, sein voru gamanvísur úr sijórnmálalífinu og bæjarlífinu, og voru vísur þessar sungn- ai' mjög á skemmtisamkomum, enda upphaflega sungnar af leikkonunni Stefaníu Guðmundsdóttur. Þorsteinn samdi rit- gerðir um ýmis skáld þjóðarinnar og birti í tímaritum eða lét

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.