Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 22

Andvari - 01.01.1945, Page 22
18 Alexander Jóhannesson ANDVAnl liefur byrjað meðal blaðamanna. En hugsunarhátturinn var hér að mörgu leyli öðruvísi þá, smásmuglegri, þrengri og kot- hæjarlegri en nú, og á atvinnusamkeppni niilli blaðamanna bar miklu meira þá, ineðan ritstjórarnir áttu hver sitt blað .... Menn litu yfir liöfuð með meiri alvöru á hlaðaskammir þá en nú.“ Blaðamannafélag var stofnað í Reykjavík 1897. Jón Ólafs- son var formaður, Björn Jónsson gjaldkeri og Þorsteinn Gísla- son ritari. Fundir blaðamannafélagsins voru í fyrstu lialdnir í litlu herbergi í Iðnaðarmannahúsinu uppi. „Við komum þar saman einu sinni í viku,“ segir Þorsteinn, „borðuðum þar stundum, að minnsta kosti Björn, Jón og ég, drukkum ætíð kaffi og spjölluðum saman, oft fram á nætur.“ Stundum sát- um við þrír eftir, er aðrir fóru, Björn, Jón og ég. Þeir voru þá kátir og lélcu á als oddi, og hafði ég mikið gaman af tali þeirra.“ Óeining kom síðan upp í Blaðamannafélaginu, en ekki út af pólitík fyrst, heldur út af stafsetningu, og varð úr fullur fjandskapur milli sumra. Um þetta segir Þorsteinn: „Stafsetningardeilan mikla kom ])á upp, og er mér það enn með öllu óskiljanlegt, hve miklum hita og heift hún gat hleypt í menn.“ Þorsteinn GísIasOn var um þessar mundir rekinn úr Blaðamannafélaginu, af því að hann liafði aðra stafsetningu, „þótt mér væri í raun og veru stafsetningarmálið ekkert kapps- mál“. Sú stafsetning, sem Þorsteinn hafði á Lögréttu þá og síðan, varð seinna löggilt skólastafsetning um skeið (lögfest af Jóni Magnússyni). Um hlöðin segir Þorsteinn enn fremur: „Höfuðgallinn á þeim (þ. e. blöðunum) í heild sinni finnst mér vera sá, að stjórnmálarifrildið tekur þar allt of mikið rúm í hlutfalli við annað efni. Þótt blöðin séu orðin stærri nú en áður, þá tekur þetta rifrildi nú upp hlutfallslega miklu meira rúm en nolekru sinni áður og bægir frá öðru efni, sein nytsamara gæti verið og hollara menningarlífi þjóðarinnar. Maðurinn lifir ekki á einu saman hrauði, og sálir mannanna þrífast illa á eintómu stjórnmálarifrildi og skömmum ár eftir

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.