Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 43
ANDVABl
Lýðveldishugvekja um islenzkt mál
39
höfuðborg íslands, Reykjavik, sjálfum Ingólfsbæ, viðhafði í
rikisútvarpinu á hjartfólgnasta tyllidegi íslenzltrar alþýðu,
sumardeginum fyrsta, um gamansemi Páls ísólfssonar, sæmi-
lega íslenzkulega í það sinn, orð úr gömlu, dönsku manndráp-
aramáli (atvinnumáli hermanna: „hrandari"). Er þetta held-
•ir óhugnanlegur vitnisburður um það, hversu hundflatt jafn-
vel menntað fólk liggur undir erlendum og sérstaklega dönsk-
um áhrifum þrátt fyrir allt talið um verndun þjóðernisins og
niargyfirlýstan vilja til sjálfstæðis, en elcki er það glæsilegt að
ganga þannig með brennimörk „hinnar dönsku kúgunar" á
tungunni inn i- nýtt, íslenzkt lýðveldi.
Eins og vant er, ]>egar eitthvað fer aflaga, stafar þetta vafa-
kiust af hugsunarleysi, en eklci af viljuðu gáleysi og hirðu-
leysi. Þess háttar á þó ekki að vera einkunn menntaðs fólks.
Sanit sem áður mun hnignunin einkum stafa frá mönnum,
ei' til þess flokks vilja teljast. Flest af þeim talar ákaflega
ovandað mál. Auk þess ráða þeir málfarinu á því, sem alþýða
'nanna fær til lestrar, enda er það yfirleitt mjög óvandað að
nialfari. Ríkisútvarpið drepur fleiri eða færri íslenzlc orð á
‘|egi hverjum með auglýsingum kaupsýslufólksins og breiðir
J11- erlend orð, bögumæli og flækingsorð í staðinn. Þetta myndi
Po ekki duga til þess að drepa niður eðlilegan málsmekk al-
niennings, ef ekki legðist eitthvert enn þyngra farg ofan á.
slenzkukennslan í skóluin landsins hlýtur að vera hræðilega
vanrækt eða þá á hræðilegum villigötum. Að vísu hefur mátt
heyra, sem það væri skoðun kennara nokkuð almennt, að ís-
lenzkukennslan ætti aðallega að vera fólgin í fræðslu um mál-
oiyndir og stafsetningu og greinarmerkjasetningu, og er ekki
'on, að vel fari, ef svo er. Raunar fer vel á því, að orð séu rétt
eýgð, og nauðsynlegt er til rétts skilnings á rituðu máli, að
það sé rétt stafsett og rétt sett greinarmerkjum, en það er ekki
Oauðsynlegast. Vera má líka, að einhverju valdi kennaraleg
sinásmygli um þessi og önnur aukaatriði, en þess háttar hefur
ongum þótt hrenna við hjá þeirri stétt, og kennslan nýtist
ni '*ja- Vist er, að íslenzkunámið getur ekki verið öðru vísi
en nijög slælegt, hverju sem um er að kenna; ella væri ekki