Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 63

Andvari - 01.01.1945, Page 63
AXDVARt Lýðveldishugvekja um islenzkt mál 59 „baða í sólinni" fyrir: baðast í sólskininu, „æfa leikfimi“ fyrir: iðka leikfimi, „mæta (á fundi, þingi)“ fyrir: mætast, hittast, sækja (fund, mót), koma (á fund), sitja (fund, þing), „dvelja (í sveit, erlendis)“ fyrir: dveljast, svo að nokkrar hinar leið- ustu séu nefndar. Næg eru verkefnin fyrir málþrifnaðarmenn lýðveldisins ís- lands og aðra þá, er enn er ekki sama uin arf íslendinga, en ekki nægir þrifnaðurinn einn. Það þarf líka að leggja rækt við arfleifðina, fegra hana og fullkoinna. Vér eigum að stíla mál vort; það er að samræma það. Eins og vér „komum oss upp“ samræmdrr stafsetningu til þess að geta ritað mál skiljanlegra og stílhreinna, eins eigum vér að samræma málmyndirnar, laga þær, sem aflaga hafa farið, velja úr beygingar, ef fleiri eru en ein á sama orði, þær, er bezt samrímast núlegu stigi málsins sögulega, nema merk- ingar séu einnig l'leiri en ein og ólíkar, — hafa þá hvora eða hverja fyrir sína —, beygja aflaga þróun til nýrrar myndun- ar. Vér eigum til dæmis ekki að leggja (eldri) fleirtöluna á fornöfnum fyrstu og annarrar „persónu“ niður og taka upp tvítöluna í staðinn (til þess að líkja eftir Dönum), heldur við- hafa fleirtöluna um víðtækan hóp eða virðulegan, svo sem þjóðina eða þjóðfélagsstéttirnar (meðan þær eru til) eða aðr- ar þjóðir eða og fulltrúa þessara hópa, en tvítöluna um tvo eina eða nákominn hóp eða nálcunnugan, svo sem hjón, syst- kini, fjölslcyldu, kunningja eða atvinnustétt: Við hjónin. Vér Islendingar. Við sjómenn. Þér alþýðufulltrúar. Þér Danir. Þér- anir ætli að leg'gja niður að öðru leyti en i samræmi við þetta, því að þær eru yfirleitt til örðugleika og' ójafnaðarbragur á þeiin. í hátíðlegu máli ælli ekki að hafa hversdagslegt orða- lag eins og viðskeyting fornafna í boðhætti og enn síður ýmist viðskeytt fornöfnin eða laus. Óhæfa inyndi eðlilega þykja að segja i drottinlegri bæn: „Eigi leiddu oss í freistni.“ Svo er um fleira. Frávik mætti þá hafa til sundurgerðar fyrir þá, er slíkt girnast, enda yrði hún þá áhrifameiri.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.