Andvari - 01.01.1945, Síða 68
64
Lýðveldishugvekja um íslenzkt mál
ANDVAIU
sú í samræmi við sögu þess og vora að skila því til eftirkom-
endanna að fullnuðum þúsund árum, þeim er hófust 17. dag
júnímánaðár árið 1944, minna breyttu en eftir þúsund árin, er
enduðu sama dag, en miklum mun auðugra, tamdara, rækt-
aðra, fágaðra og fullkomnara, svo að íslendingar, er lifa og
minnast vor og feðra vorra á þjóðhátíðinni 17. dag júnímán-
aðar árið 2944, eigi ekki erfiðara með að skilja ræðu fyrsta
forseta íslands á lögbergi að Þingvöllum þenna dag í ár en
vér til dæmis ræðu Einars Þveræings nú eða Hafursgrið, ef
þau eru skilmerkilega iesin og skynsamlega flutt.
Eftirmáli.
Höfundi þessarar hugvekju er miklu geðfelldari skoðun ritstjóra
„Fjölnis“, að meira skipti máli, hvað sagt er, en hver segi ]>að, heldur en
hitt, er virðist vera álit nútimaritstjóra, að mestu varði, hver skrifi um
eitthvað, en liitt litlu, hvað skrifað sé eða að hverju það miði. Hann liærir
sig því ekki um að segja öðru visi til sín en með hálf-gildings-dulnefni, sem
raunar er að nokltru leyti eiginlegt fangamark, en að öðru hversdagslegt
gamansávarp sumra félaga hans, því að liann er að vísu meistari, þótt hann
sé ekki lærdómsmeistari né boðberi nýrrar kcnningar (enda þótt hér sé
vitanlega flutt kenning, eins og liugvekju byrjar að gera), lieldur iðnar-
meistari. Honum er þvi betur lagið nú orðið að segja til, hvað gera skuli,
og láta í té bendingar um það en vinna sjálft verkið í einstökum atriðum,
—- vill ekki heldur trana sér meira en nauðsyn l>er til fram á verksvið lær-
dómsmeistaranna. Nú er eftir það, er þeirra er og þá sérstaklega þeirra,
sem leggja stund á íslenzk fræði, að leggja sitt fram og styðja þjóð vora
með ráðum og dáð í því hinu sannasta menningai-máli hennar og brýnasta
nauðsynjamálefni, er hér að framan hcfur verið nokkuð rætt u»>, með því
að miðla henni af þekkingu sinni með nauðsynlegum leiðbeiningum og
kærkominni fræðslu, og þeir geta verið vissir um einlægt þakklæti liennar,
—- allra, sem það er meira en glamur með orð annarra, fleipur varanna og
eftirát eitt, að
íslendingar viljum vér allir vera.
Meistari H. H.