Andvari - 01.01.1945, Síða 73
ANDVARl
Við Skaftárelda
69
annarri óhollustu, svo að kenndi sviða, ei' kom á bert hörund,
en gras visnaði undan og brunablettir komu á ull á nýrúnu
sauðfé. Um sinn lagði þó gosmökkinn að mestu inn yfir öræfi.
Á því gekk svo allt sumarið, að gossvæluna og öskumökkinn
bar ýmist frá byggðinni eða yfir hana, eftir því sem vindur-
inn blés. Af mistri, sem fyllti loftið jafnan, var sólin á að lita
sem rauður eldhnöttur og tunglið rautt sein blóð, en þegar
slikrar birtu naut, sló rauðum bjarma á jörð. Þessi mikli roði
á lofti var einkum algengt fyrirbrigði i sjálfum eldsveitunum.
En annars hvíldi óvenjulegt mistur og móða yfir gervöllu
landinu, er hélzt lengstum jjetta sumar, allt fram á haust, sem
síðar skal Jýst, og við þessa móðu voru harðindi þau kennd,
er eldgosinu fylgdu, en ekki gosið sjálft, og má af því marka,
hversu óvenjulegt var fyrirbrigði þetta og' ógurlegt í augum
manna, er skildu ógerla, hvers eðlis það var.
III.
í frásögnum um Skaftárelda eru einkum þrjú atriði, sem
vert er að athuga sérstaldega — auk hins gífurlega hraun-
i’ennslis, sem áður var lýst. Þessi atriði-eru: öskufallið, eld-
móðan og óholliista sú, er gosinu fylg'di. í frásögnum eru þessi
atriði að jafnaði ofin saman, enda nátengd, því að að vísu var
eldmóðan blandin öskuryki, og óhollustan, sem mengaði and-
rúmsloftið og' spillti gróðri jarðarinnar, stafaði aí' gufum,
i'eyk og öskuryki frá gosstöðvunum. Þó skal þetta athugað
nokkuð sitt í hverju lagi.
Tökum fyrst öskufallið. Eins og kunnugt er, er öskufall,
misjafnlega mikið, samfara flestuin eldgosum. Upp úr sumum
eldvörpum kemur jafnaðarlega tóm aska og vikur. Sú hefur
raun á orðið um gosin úr Kötlugjá og gosin úr Vatnajökli, við
Grímsvötn. Úr Heklugígum liafa runnið geysimikil hraun, sem
kunnugt er, en þar liafa líka orðið stórfelld ösku- og vikur-
g°s, er valdið hafa tjóni auk heldur víðs fjarri upptökum sín-
11111 • Má um þetta nefna hin miklu Heklugos árið 1300, 1597,
1619, 1693 og 1766. Heimildir eru að vísu ekki fjölskrúðugar
om sum þessara gosa, en að því er næst verður komizt, er ekki