Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 75

Andvari - 01.01.1945, Side 75
ANDVAW Við Skaftárelda 71 rækt á jörðu af ösku. Næsta hálfan mánuð til þrjár vikur talar hann ekki um öskufall í byggð, þótt sjálfsagt hafi þá eitthvað sáldrazt niður af ösku öðru veifi. 27. júní lagði öskumökk aust- ur yfir Fljótshverfi „með sandfalli og vikurstykkjum, hver ei komu nokkru sinni niður í þessu byggðarlagi,1) frá fyrsta til síðasta". 9. júlí gerði öskufall á Síðu, svo að öll jörð varð svört, og stóð svo í tvo daga, en í stórregni 11.—12. júlí barði ösluina niður og feykti af, svo að aftur naut jarðar. 18. jú’.í „dreif hér sandi yfir allt, sem aftók hreint alla haga í Fljóts- hverfi, allt vestur að Djúpá“. 28. júlí var vestan regn með sandi, og 29 júlí kom ógurlegur mökkur með sandfoki, er mest íéll yfir Fljótshverfið og Síðu austanverða. 14. sept. gerði mikið öskufall, er náði þó ei lengra en að Geirlandsá. Úr því virðist sem öskufallinu linni, en getið er öskufoks í Fljóts- hverfi, þar sem mest féll askan. Yfirlit þetta sýnir að vísu ekki mikið um öskumagnið. Hér getur um sjö daga, er aska féll, meiri eða minni, á þremur mánuðum, til 14. sept. Þegar eldarnir höfðu geysað þrjár vik- Ur> segir séra Jón Steingrímsson, er hann hefur lýst því nokk- l*ð, hversu eiturefni frá jarðeldinum orkuðu á jarðargróður, kvikfénað og sjálft mannfólkið, og undrazt, að nokkur mann- eskja skyldi lífi halda viku lengur við slik ókjör: „. . . til setti hans (guðs) gæzka meðal annars það meðal, að minni hyggju og reynslu, að sú ihnan, sem af jörðinni uppsteig, deyfði pest- ina. Túnin gáfu af sér lystilega töðulykt, eins hrísviðir, mjað- •ini't, blóðberg og svo hvert gras eftir sinni náttúru. Hver sá yfir eyðisanda fór .... fann þar í snögg umskipti". Af þessu má sjá, nð ekki var öskufallið ákaft framan af gostímarium. Uppi á heiðum fyrir norðan Siðu var öslcufallið meira og því þykkra öskulagið eftir eldgosið sem nær dró upptökum eldsins. Magnús Stephensen getur þess, að er hann fór þarna um vorið 1^84, hafi öskulagið á heiðunum verið víðast 4—6 þuml., og enn þykkra, er lengra dró inn á afrétt Síðumanna. Fullyrða lná, að á Síðu, í Skaftártungu, Álftaveri og Meðallandi varð U Þ. e. á Síðunni. Þ. J.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.