Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 80

Andvari - 01.01.1945, Page 80
76 Þorkell Jóhannesson AXDVARt væri, sérdeilis kvölds og morgna, gegnum þá móðu og mistur. Grár sandur sást á fjölum, sem út voru látnar, og útbreiddan pappír, virtist fólki brennisteinn, sem féll yfir jörðina, for- djerfaði og brenndi grasið og varð málleysingjum og mönnum að óheilnæmi. Þessi brennisteinn má vissulega hafa komið að austan, úr þeim eldsbruna, er þar geklc óvenjulega, og féll liann yfir mestan hluta Norðurlands, milli Hrútafjarðarár og Þingeyjarfljóts, en ei Suður- og Vesturland (að sagt er). Það mátti kalla Grasbruna- eða Brennisteinssumar. Var grasvöxtur og heyskapur meira en helmingi minni og síðri en hið fyrra sumar. . . . Það mistur og móða varaði fram á haust og jafn- vel brennisteinsrigningar, og hans lukt fundu menn gjörla fram á vetur. . . . Ivaupför og duggur [er] komu til landsins um sumarið, villtust sumar í móðu og reykjarsvælu þeirri, sem yfir gekk."1) Pétur sýslumaður Þorsteinsson á Ketilsstöðum á Völlum lýsir eldmóðunni 1783 á þessa leið í annál sínum: „... af þeim jarðeldum leiddi þá mikið sandfall og öskudrif yfir land- ið, með svo mikilli öskumóðu og dinnnu, að ei sást bæja á milli úr því lengst um sumarið, og sólin varð blóðrauð til- sýndar, einkum þegar þetla fyrst byrjaðist, sem var um trini- tatissunnudag, hvar af það orsakaðist, að allur jarðargróði ci einasta skrælnaði, einkum allar lyngtegundir og fjallagrösin, er alþýðu hingað lil einhver hin bezta bústoð verið böfðu, heldur og innfærði greint ösltufall og brennisteinsmóða í gras- ið slíka ólyfjan, að bæði nautpeningur og sauðfé ei á því þrif- ust, en kálfar og lömb, er þá á legg komust, urðu mjög skamm- vinn sökum beinhnúta og gaddjaxla."2) Jón Sveinsson, sýslumaður í Suður-Múlasýslu, segir frá á jiessa leið: „Um hvítasunnuleyti kom hér um allt land svo mikið eld- og reykjarmistur að varla var ratandi bæja í milli og sólin var rauð sem blóð. Þetta mistur varaði jafnt og þétt fram í 1) Lbs. 378 4to. sbr. ÍB. 149 4to. 2) Lbs. 914 4to.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.