Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 83

Andvari - 01.01.1945, Page 83
ANDVAIU Við Skaftárelda 79 ins, er stafaði frá 10 □ kílómetra stórri, glóandi hraunbreið- unni. Er hér líka uin einsdæmi að ræða, og gæti það þá einnig stuðlað til þess að skýra nokkuð einstæða útbreiðslu eldmóð- unnar. Fróðir menn munu og geta farið nærri um það, að slikar gufur hafi getað leyst úr hrauninu ýmis miður holl efni, er annars hefðu bundin legið, og borið þau með sér ásamt reyk og ösku svo vítt sem þær dreifðust. Þegar sumarið 1783 tók að bera á vanþrifum í kvikfé, er stöfuðu af óhollustu, er það hafði í sig fengið með beitinni, er hvarvetna var mengað af áhrifum eldmóðunnar. Er þá komið að þriðja þætti þessarar frásögu. VI. Um það leyti er Skaftáreldar hófust, voru hagir landsmanna hvergi nærri góðir. Útrýming fjársýkinnar með almennum nið- urskurði sauðfjár á svæðinu milli Jökulsár á Sólheimasandi °g Skjálfandafljóts — að undan skildum nokkrum sveitum ú Vestfjörðum — var nýlega til lykta leidd. En því má nærri geta, að slíkar aðgerðir þrongdu allfast að kosti bænda, er litðu mjög á sauðfjárrækt, meðan yfir stóð, og að sjálfsögðu Var þess enn nokkuð langt að bíða, að sauðfjárstofninn kæmi upp aftur. Til allrar hamingju var árferði fremur gott meðan ú niðurskurðinum stóð, en með árinu 1779 tólc aftur að harðna uni og gekk á ýmsu um afkomu manna hin næstu ár. I marz 1782 kom hafís upp að Norður- og Austurlandi og lá við land U’anx á sumar og olli grasbresti og harðæri nyrðra, enda varð ekki siglt á sumar hafnir það ár vegna ísa. Gerði þá þegar hall- æi'i nyrðra og eystra, einkum í Þingeyjarsýslu. Hörltur þessar nttu eflaust sinn þátt í því, sem á eftir fór nyrðra, en reyndar bafði þar verið hallæri síðan 1781, og voru rnargir bændur með öllu þrotnir, áður en sjálf móðuharðindin dundu á. Vorið 1783 var gott og blítt syðra, en nyrðra kalt og þurrt, og af lxörkum þeim, er gengu um veturinn og vorið, varð jörð þar víða skað- i'.alin og frosin, og olli það meðfram grasbresti þeim, sem varð l|ni sumarið. S- juní hófust Skaftáreldar. Brátt lagðist eldmóðan yfir land- 6

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.