Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 87

Andvari - 01.01.1945, Page 87
ANDVARl Við Skaftárelda 83 hans. Nokkurt lið varð að þessu. í öðru lagi gerði verzlunar- stjórnin og stiftamtmaður ýmsar ráðstafanir um aukna vöru- l'lutninga til landsins og flutninga á vörum milli hafna innan- lands, takmörkun á útflutningi matvöru o. fl., er sjálfsagt kom að nokkru haldi, þótt ekki gæti það hindrað neyð og mann- tjón, eins og högum landsmanna var nii komið. Víða var svo ástatt, að menn gátu trauðlega dregið að sér vörur þótt til væri, vegna skorts á hestum, en auk þess var fjöldi manna svo illa farinn af harðrétti, að þeim varð trauðlega við bjargað með þurrum kornmat, eða annarri miður hentugri fæðu, þótl lil næðist. Neyðin hélzt því við, þrátt fyrir allt, og fór auk heldur vaxandi. VIII. Haustið 1784 var augljóst mál, að enn horfði til mikilla vandræða á íslandi, ekki sizt er landskjálftatjónið bættist of- an á. Má fara nærri um það, að margt hafi þá rætt verið um íslandsmál í Kaupmannahöfn meðal þeirra manna, er um þan mál áttu að fjalla. Hér var ekki auðvelt úr að ráða, enda kenndi hér að sjálfsögðu margra og sundurleitra sjónarmiða. LevetzoAV kammerherra, er þá var nýkominn úr íslandsför sinni, hafði að sjálfsögðu mikið til mála að leggja, og máttu tillögur hans sín því meira, er það var nú ráðið, að hann tæki við stiftamt- mannsembættinu af Thodal, er hann léti af starfi, en veitt vav honum embættið i apríl 1785 . Levetzow kammerherra var maður stríðlyndur, smámuna- samur og heldur gikkslegur, svo sem fram kom í viðskiptum hans við Hannes biskup1) o. 11., og nokkur liðþjálfablær a manninum og skoðunarhætti hans. Gætti þessa allmjög jafnan í enibættisrekstri hans og tillögum um landsmál. Lögreglufar vav honum m. a. mjög ríkt í huga, og koma vildi hann á stofn hér heimavarnarliði, sem nú myndi kallað vera, iil þess að halda uppi friði og reglu, ef slakað yrði á verzlunarhöftunum. í) Þœr dcilur spruttu m. a. af ]>vi, að Lcvetzow heimtaði, aS biskup ritaSi aaln sitt hóti neSar nafni stiftamtmanns á skjöl, er ]>eir áltu báSir hlut aS, og gekk ]>ref ]>etta svo langt, aS stjórnin varS a'ð skcrast i máliS!

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.