Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 94
90
Þorkell Jóhannesson
ANDVARI
með nokkrum hætti, þ. e. af ónógu og óhollu viðurværi. Hér
bættist svo við óskaplegt tjón á lcvikfénaði. Er talið, að þessi
ár félli 28 þúsund hross, 11461 nautgripur og 190 488 sauð-
kindur. Tölur þessar eru að sjálfsögðu ekki fullkomlega rétt-
ar, en þó að líkindum nærri hófi. Svo sem um var getið nær
upphafi jiessa máls, eru ekki lil áreiðanlegar skýrslur um kvik-
fjártölu hér á landi fyrir harðindin. Hlutfallstölur um felli bú-
penings, byggðar á meira eða minna áætlaðri tölu búfjárins
fyrir harðindin, hafa því reyndar Htið gildi. Þó skal getið
nokkurra slíkra talna, sem teknar eru samkvæmt skýrslum í
riti C. U. D. Eggers. En samkvæmt því fórust 53% af öllum
nautgripum, af sauðfé 83% og 72% af hrossum. Mest er sauð-
fjártjónið talið í Skaftafells- og' Múlasýslum, 94%. Nautgripa-
tjón var mest talið í Skagafjarðarsýslu, 89%, en hrossatjón
mest í Mýrasýslu, 88%.
Ýmsar frásagnir eru til um ógnir móðuharðindanna, um
fólk, er vanmegnaðist úti á víðavangi og var urðað þar, um
fjöldagrafir líkt og í hernaði eða svartadauða, um hæi, þar
sem flest eða allt heimafólkið lá dautt í rúmum sínum, er að
var komið, um harðýðgi manna við umferðafólk, en einnig
um veglyndi og rausnarlega hjálpfýsi. Þess væri ærinn kostur
að rekja hryllilegar frásagnir um „dauðavorið" 1784, en reynd-
ar þarflaust. Til eru prentaðar frásagnir um þetta efni og
mörgum kunnar. Um sannleiksgildi slíkra sagna, hverrar um
sig, í einstökum atriðum, er oft vant að segja. Hitt er víst, að
þvilík tíðindi gerast alltaf og alls staðar, þar sem lningursneyð
geysar og hungursóttir. Hér skal aðeins bent á frásagnir hins
ágæta fræðimanns Jónalans Þorlákssonar á Þórðarstöðum i
Fnjóskadal, sem birtust í Blöndu VIII. I. 1944. Þær frásagnir
munu í öllum meginatriðum sannar, og þótt þær sé bundnar
við hinn forna Hálshrepp i Þingéyjarsýslu, gefa þær allglögga
hugmynd um feyknir þessara ára almennt. Því að víst er, að
Hku tor þá fram í ýmsum sveitum á Norður- og Austurlandi.
En allra gleggsta og raunhæfasta mynd þessara neyðarára er
að finna í ritum séra Jóns Steingrímssonar.