Andvari - 01.01.1921, Page 14
Jón Ólafsson.
[Andvari.
Um þingmensku J. Ól. má ýmislegt hið sama segja
og um blaðamensku hans. Hann hafði ágæta þing-
menskuhæfileika, fjölbreytta þekkingu, viðsýni og
skarpleik samfara mælsku og rökfimi, svo að hann
var jafnan einna áheyrilegastur ræðumaður á al-
þingi. Hann gætti og ætíð betur liófs í ræðu en í
riti, og hvergi naut hann sín betur en í þingsalnum.
»Hann hafði alveg sjerstakt lag á, að láta alt það
sýnast rjett, er hann lijelt fram, en hitt öfgar eða
fjarstæðu, er hann mælti á móti«, segir Jón Aðils
prófessor í minningargrein um J. Ó). »Alt það, sem
hann vissi, hafði lesið eða heyrt, var honum hand-
bært og tiltækilegt, hvenær sem hann þurfti á að
halda. það var því eigi heiglum hent að eiga í orða-
skaki eða kappræðum við hann á þingum og mann-
fundum, enda var hann glöggur á veilur og bláþræði
í röksemdaleiðslu mótstöðumannanna, fljótur að leita
höggstaðar á þeim og hnittinn í tilsvörum«. — Hjer
verða ekki rakin afskifti J. Ól. af einstökum málum.
En sjálfstæðismálið, eða afstaða íslands til Dan-
merkur, er það mál, sem á æskuárum Jóns er að-
almálið. Og í síðasta þætti blaðamensku hans er
það einnig aðalmálið. Um þetta mál hefur hann ritað
fjölda blaðagreina, og sjerstakir bæklingar, eða flug-
rit, eru einnig til um það eftir hann. Út af því varð
hann stundum á eldri árum fyrir ranglátum dóm-
um og aðdróltunum. Honum var þetta mál frá
æsku áhugamál, og honum mun aldrei hafa komið
til hugar, að vera i því máli annarslaðar en þar,
sem hann hugði að best mundi gegna fyrir ísland.
Að því leyti var hann óbreyttur frá æsku til elli. En
skoðanir hans breyttust og þroskuðust að sjálfsögðu
á þeim 40—50 árum, sem liðu frá því er hann fyrst