Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 16
12
Jón Ólafsson.
[Andvari.
þeitn kom fyrst út meðan hann var á Eskifirði, en
síðan hafa komið út af þeim tvær útgáfur auknar,
önnur vestan hafs, en hin hjer. Annars hneigðist
hugur hans á eldri árum meir að öðrum ritstörfum.
Þó orti hann altaf öðru hvoru tækifæriskvæði og oft
stökur, gamankviðlinga og kesknisvísur. Söngljóð
hans ýms frá yngri árum eru enn, svo sem kallað
er, á hvers manns vörum, t. d. Blysfararkvæðin:
»Máninn hátt á himni skín« o. fl. Sama er að segja
um ýms frelsiskvæði hans og hvatakvæði, enda eru
þau einstæð hjá okkur á sínu sviði og hafa sögulegt
gildi. Tímabilsins kringum 1874 verður varla ítarlega
lýst svo að J. Ól. komi þar ekki nokkuð við söguna,
og þá eru það frelsiskvæði hans og hvatakvæði, sem
best sýna hann, miklu betur en blaðagreinar hans
frá þeim árum. Ágúst Bjarnason prófessor sigir í rit-
gerð þeirri um kveðskap J. Ól., sem áður er nefnd,
að hann hafi ekki verið nærri allur í ljóðum sínum,
en hann hyggi þó, að »það besta úr honum megi
finna einmitt þar«, og þetta finst mjer vera rjett. —
Á siðari árum skrifaði J. Ól. töluvert um skáldskap,
og eru í blöðum hans ritdómar um mörg verk hinna
yngri skálda og rithöfunda. Hann skrifaði ritdóma
um alls konar bækur, oft itarlegri og af meiri vand-
virkni en hjer hefur titt verið. í þeim ljet hann sjer
ekki sist ant um, að vanda um meðferð móðurmáls-
ins, einkum á siðustu árunum, eftir að hann fór að
starfa að samningu íslenskrar orðabókar. Hann samdi
þá kenslubók í íslenskri málfræði, sem notuð hefur
verið í skólum hjer. Nokkrum síðustu árum æfi
sinnar varði hann eingöngu til islensku orðabókar-
innar og hafði slyrk frá alþingi til þess starfs. En
aðeins tvö hefti voru komin út, þegar hann dó. Því