Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 18
[Andvari.
Norðurreiðin 1849 °S síðar.
Eftir
Indriða Einarsson.
I. Byltingar í Norðnrálfn 1818.
Eftir frönsku stjórnarbyltinguna í febrúar 1848 og
iandflótta Ludvíks konungs Filips, komst á lýðveldi
í Frakklandi, sem þó átti sjer ekki langan aldur.
Byltingin í Frakklandi breiddist út þaðan með mikl-
um hraða um Þýzkaland. Keisarahirðin í Vin fór
burt úr höfuðstaðnum, vegna óróa og óeirða, og
Metternich varð að fara frá völdum, við — það sem
einu sinni hefði þótt — lítinn orðstír. Ungverjar gerðu
uppreisn gegn Austurríki. Keisarinn varð siðast að
láta her sinn taka Vínarborg með herskildi. Um alt
Þýzkaland vildu menn fá stjórnarskrár, og löggjafar-
þing kosin af almenningi. Þýzka þjóðin vildi sam-
eina sig í eina heild. í Prússlandi urðu miklar óeirðir
einkum í Berlín, menn heimtuðu stjórnarskrá, og
kröfðust þess að herinn væri sendur burt úr borg-
inni, og gerði konungur það um tíma. Ríkiserfinginn,
siðar Vilhjálmur keisari I., flýði til Bretlands, en
kom aftur, þegar hann var kosinn á þingið, sem átti
að gefa Prússlandi stjórnarskrá. Á Berlínargötum
voru bardagar svo að segja daglega milli hersins
og þeirra sem mestar frelsiskröfurnar gerðu. ítalir