Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 20
16
Norðurreiðin 1849 og síðar.
fAndvarú
að jarðir væru seldar fyrir hærra verð á landinu,
en eftirgjöldunum svaraði. Og þó þess íinnist ekki
getið, að hún hafi bygt mjög á því, þá gat það verið
góð ástæða til þess, að hækka þau, að landsmönn-
um hafði fjölgað um 8000 manns frá 1820—40, og
sauðfje um 200000 fjár. Stjórnin áleit, að ef jarð-
irnar væru boðnar upp til »festu« sem var peninga-
upphæð fyrir að komast að jörðunni, og árlegt eftir-
gjald meðan ábúandinn sæti á jörðunni, þá mundi
fást meira fyrir jarðirnar, og þá þurffi*£kki að trúa
umboðsmönnum fyrir að leigja þær. Samt .vildi fjár-
málastjórnin ekki fyrirskipa þetta nýmæli Nfrrr, en
allir amtmennirnir hefðu látið uppi álit sitt un^það.
Af brjefum fjármálastjórnarinnar 6 maí 1843'," er
send voru til allra amtmanna á landinu, sjest að
þeir hafa ekki látið undir höfuð leggjast að svara
rækilega. Stiftamtmaður sendir brjef frá Magnúsi
Stephensen sýslumanni í Skaftafellssýslu, — en þar
voru flestar klausturjarðir í amtinu. Hann tekur
fram að »festu«-uppboð mundu verða óheillavæn-
leg, öreigar mundu bjóða hæst, og þar í sýslu væru
nógir vinnumenn, sem vildu ná í jarðir. í Vestur-
amtinu voru allir umboðsmenn mótfallnir »festu«-
uppboðunum. Frá Norður- og Austuramtinu voru
send mótmæli frá öllum umboðsmönnum, og öllum
sýslumönnum fyrir norðan og austan. Fjármála-
stjórnin fór því ofan af því aftur, að fyrirskipa
»festu«-uppboð á klausturjörðunum, hjelt þeim samt
fremur að amtmönnunum, en selti þeim jafnframt i
sjálfsvald, hvort þeir vildu halda þeim fram, eða ekki.
Grímur Johnsson var orðinn amtmaður i Norður-
og Austuramtinu í annað sinn 1842, og tók við em-
bættinu 1843. Auk lögfræðisprófs hafði hann gengið