Andvari - 01.01.1921, Page 28
24
Norðurreiðin 1849 og síðar.
[Andvari.
mannflokki, sem að miklu leyti hefur mist sjónar
á tilhlýðilegri virðingu og trausti á amtmanns-
embætti því, sem nú er fært á gömlu Möðruvöll-
um, og eru þess vegna liingað komnir: Fyrst til
að ráðleggja og því næst biðja þann mann, sem
hjer nú færir þetta embætti, að leggja það niður
þegar í sumar með góðu, áður en verr fer«.
Þessu skjali áttu þeir, sem norður fóru, að koma
til amtmanns. Eldri mennirnir voru lengi um að
koma þessu saman, og að taka nægilega mörg afrit
af því. Hinir yngri menn, sem ætluðu norður, fóru
að ókyrrast og ríða fram og aftur um völlinn hjá
Vallalaug, og byrjuðu að hrópa:
Lifi þjóðtrelsið!
Lifi fjelagsskapur og samtök!
Drepist kúgunarvaldið!
V. Norðurreiðin.
Fyrirliðar fyrir förinni norður skyldu vera þeir:
Indriði Gíslason, Sigvaldi Jónsson skáld, Sigurður
Guðmundsson á Heiði, Egill Gottskálksson á Völlum
og Bjarni Bjarnason á Meyjarlandi, til að gæta þess,
að alt færi sem skipulegast um förina. Einkum áttu
þeir að sjá um, að amtmanni væri ekki sýnt neitt
líkamlegt ofbeldi, þótt hann brygðist reiður við, eða
ljeti ófriðlega að þeim. Fessir 5 menn voru allir
bændur. Peim var fastlega ráðið frá því að tala við
amtmann, nema það nauðsynlegasta. Seðilinn áttu
þeir að lesa upp fyrir honum, ef hann kæmi út, og
koma honum af sjer. Inn á skrifstofuna áttu þeir
ekki að fara. Og þessi ráð voru þeim lögð vegna
lundernis amlmanns og ákafa mannanna, sem voru
í förinni.