Andvari - 01.01.1921, Side 35
Andvari.]
Norðurreiðin 1849 og síðar.
31
Briem ætti að rannsaka málið, og Gísli dregur enga
íjöður yfir það brjef; prestum var sjálfsagt heimilt
að skrifa almennar frjeltir.
Eggert Briem þingaði fyrst í málinu í Eyjafjarðar-
sýslu. Hjelt svo til Skagafjarðarsýslu, og fann sýslu-
mann, sem bað alla sýslubúa að hlýða honum eins
og sjálfum sjer. Hann kom til Hóla og fann síra
Benedikt Vigfússon, sem var mjög mótfallinn Grimi
Johnssyni amtmanni, og rjeði til að fara vægt í eftir-
málin. Á Ríp töluðu þeir saman Briem og síra Jón
Reykjalín, og sagði hann við sýslumann: »að engin
von væri til, að alþýða liði slík yfirvöld sem Grímur
amtmaður var«. Á Reynistað tók Einar Stefánsson
umboðsmaður honum hið bezta, og gaf honum þær
upplýsingar, sem hann mátti, einkum sýnist svo, sem
umboðsmaður hafi viljað bera böndin að Gísla Iion-
ráðssyni, sem einum af upphafsmönnum wnorður-
reiðar«, þótt honum í hina röndina, væri annt um,
að Glaumbæjarbræður, frændur hans, yrðu ekki fyrir
óþægindum. Einar Stefánsson var ekki umboðsmaður,
þegar álits þeírra var leitað 1841—42 um »festu«-
uppboðin. Honum varð því ekki borið á brýn, að
hann hefði skift um skoðanir. Einar Guðmundsson
á Hraunum var umboðsmaður þá. Þótt vinátta Gísla
Konráðssonar, og Einars Stefánssonar breyttist í ó-
vináttu út úr þessum málum, og Gísli halli mjög á
hann í æfisögu sinni út af þeim, þá var Einar Stefáns-
son ávalt síðar álitinn góður drengur og mesta val-
menni. Þegar vinátta breytist í óvináttu, verður ó-
vildin bitrust, það sannast í þessu máli á Gísla
Konráðssyni.
Eggert sýslumaður hóf rannsóknina 30. Ágúst, og
hjelt henni áfram þangað til 13. Sept. Allir neituðu