Andvari - 01.01.1921, Page 46
42
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
þaö sumarið (eggin eyðist með fiskinum aftur), en
ekki sumargjótandi tiskur, likt og binn haustgjótandi
fiskur í Norðursjó. Hin umgetna síld, sem veiddist
við Dranga, var 25—37 cm. löng, mest stórsíld, og
var sem óðast að gjóta. Hún var byrjuð á því
30. júlí, því að þá runnu hrogn og svil úr síldinni,
sem bátarnir komu með, og hún hélt áfram að gjóta
meðan eg var í Eyjum og hætti ekki fyr en um
20. ágúst. Þelta var nýtt fyrir mig, að sjá á þessum
slóðum, en eg hafði fyrir mörgum árum orðið þess
vísari, að síld gyti á sumrin (í júlí) í Faxaflóa (sjá
skýrslu 1907), en ekki vitað um neitt þess háttar
annars staðar hér við land. Seinna um sumarið fékk
eg að vita það í Grindavík, að þar hefði þá í ágúst
veiðst nokkuð af stórsíld í lagnet og að hrognin
hefðu runnið úr henni, o: að hún hefði verið að
gjóta. Botninn þarna er hraunbotn, og síldin gýtur
hrognum sínum á botninn, eins og kunnugt er. Það
er því ekki efamál, að síldin gýtur í júlí—ágúst á
svæðinu frá Vestmanneyjum og vestur og norður á
Faxaflóa, og ef til vill lengra auslur með sÖDdum.1)
Dr. A. C. Johansen, sem er við fiskirannsóknir Dana,
einkum síldina, hefir fengið þessa sumargjótandi
Vestmanneyjasíld til rannsóknar og telur hana vera
sérstakt síldarkyn; en rannsókninni er ekki full-
lokið enn.
Þess má geta, að hámeri þykir nú orðið sjaldséð
við eyjarnar, en var áður (o: síðari hluta 19. aldar)
tíð á suinrin og sást á vetrarvertíð (í marz); Gísli
Lárusson og fleiri segjast hafa séð í henni unga (o:
1) Seiði þcssarar síldar eru svo seinl til árs komin, að þau hljóta að
verða mjög lítil í arslokin; miklu minni en seiði vorgjótandi sildar frá
frá sama ári.